Laugardagur, 19. ágúst 2017
Vinstri grænir eru öfgaflokkur, afneita málamiðlun
Eftir síðustu kosningar biðlaði sigurvegari þeirra, Sjálfstæðisflokkurinn, til Vinstri grænna, sem eru næst stærsti þingflokkurinn, um að mynda meirihluta. Vinstri grænir sögðu nei, takk.
Stjórnmál í lýðræðisríki eru málamiðlun. Vinstri grænir afneituðu ríkisstjórnaraðild vegna þess að stjórnarþátttöku fylgir málamiðlun. Þeir vilja heldur sitja í skotgröfunum og beina skeytum sínum að þeim sem axla ábyrgð.
Eitt einkenni öfgaflokka er að þeir vilja allt eða ekkert.
Hægristefnan lím ríkisstjórnarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Páll!
Gætir þú ekki verið sammála mér um að franska KOSNINGA-KERFIÐ hentaði betur hér á landi þar sem að FORSETI ÍSLANDS þyrfti að leggja af stað með stefnurnar í stærstu málunum og þyrfti að standa eða að falla með þeim?
Frekar að viðhalda núgildandi flokka-flækju-póilík þar sem að meirihlutinn er alltaf óánægður?
Jón Þórhallsson, 19.8.2017 kl. 12:47
VG verður ekki alminnilegur stjórnmálaflokkur fyrr en Katrín Steingrímur og Björn Valur hætta. BJörn Valur sér og veit þetta og er að kúpla sig út, hin 2 verða að sjá ljósið og fara líka.
Nema VG bara þurrkist út einsog Samfylkingin....
Birgir Örn Guðjónsson, 19.8.2017 kl. 13:02
VG er komúnistaflokkur. Þeir eru svona. Kommúnismi er trúarbrögð.7
"Nema VG bara þurrkist út einsog Samfylkingin...."
Dream on. Það er alltaf smá eftirspurn eftir þeirra tegund af heimsku.
Ásgrímur Hartmannsson, 19.8.2017 kl. 14:40
Páll. Er það ekki ca. 180, eða jafnvel 360 gráðu viðsnúningur að svíkja stærsta kosningaloforð allra tíma, á Íslandi árið 2009?
Þegar baktjalda-svikapartýsveit Katrínar Jakobsdóttur, Álfheiðar Ingadóttur og fleiri svika-co, þurftu ekki nema einn sólarhring til að svíkja stærsta kosninga loforð síðari tíma?
Svona svikafrúr eru ekki að verja verkafólk af nokkru kyni, né nokkurn minni máttar í þessum heimi, að mínu mati. Heldur eru bara að verja sína eigin stöðu og útdauðan geirfugl á safni.
Álheiður Ingadóttir blessunin er komin á útrýmdra geirfugla veiðar, sem einhverskonar fræðingur. Hún er víst lögfræðingur, og í dag heyrði ég að hún væri titluð sem einhverskonar náttúrufræði-geirfuglafræðingur? Eða eitthvað svoleiðis?
Þessar konur eru nú afskaplega illa fiðraðar til velferðar friðarflugs, eftir að hafa staðið á bak við stærstu kosningasvik síðari tíma, árið 2009!
Sorglegt að sjá hvað Katrín Jakobsdóttir er blind á eigin svikaverk, um leið og hún gagnrýnir allskonar svikaverk annarra!
Ég hef ekki ennþá skilið tilganginn með svona svikapólitík, og vona að ég fái að fara yfir móðuna miklu, frekar en að verða svo heilarugluð að telja mig skilja góðan tilgang með svona vitleysu og skaðleg svik.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.8.2017 kl. 21:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.