Ríki íslams og ríki rétttrúnaðarins

Hermenn ríkis íslams eyðilögðu styttur og fornminjar í miðausturlöndum. Alþjóðasamfélagið fordæmdi verknaðinn sem villimennsku. Í Bandaríkjunum er það ekki talin villimennska að eyðileggja styttur og minnismerki um borgarastríðið 1861-1865.

Ríki íslams réttlætir eyðilegginguna með trúarrökum. Þeir sem afmá sögulegar minjar í Bandaríkjunum færa þau rök fyrir máli sínu að stytturnar og minnismerkin séu móðgun við pólitíska sannfæringu samtímans.

Styttur og minnismerki eru dauðir hlutir. Eina merkingin sem þessir hlutir hafa er sú sem við gefum þeim. Stytta verður trúartákn eða pólitísk eftir því hvernig hún er túlkuð. Og túlkunin þróast og breytist í tímans rás. Orðræða fortíðar er lykillinn að skilningi á samtímanum. Ef fortíðin er strikuð út verður samtíminn merkingarleysa.

Sögulegar minjar eru sameign samfélaga, jafnvel mannkynsins alls, samanber heimsminjaskrá Unesco. Margar minjar eru trúarlegar og aðrar pólitískar og urðu til á tímum þrælahalds, kvenfyrirlitningar og annars ójafnaðar.

En við eyðileggjum ekki sögulegar minjar nema við séum í helgreipum trúarofstækis eða pólitísks rétttrúnaðar. Við látum ekki þröngsýni ræna okkur fortíðinni. Það væri villimennska.


mbl.is Vilja halda í stytturnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Pólitíski rétttrúnaðurinn lyktar stækt af trúarofstæki. Og meira og meira af íslömsku trúarofstæki. Nú síðast krafan um engar styttur eða myndverk sem minna á Borgarastyrjöldina. Þá er verið að gera því skóna að verkin séu trúarlegs eðlis en ekki áminning um sögulega atburðarás. Vandamálið er að þegar slíkar hreinsanir fara af stað er engin leið að sjá fyrir hvar þær enda. 

Pólitísk villimennsku er engu betri en trúarleg villimennska.

Ragnhildur Kolka, 19.8.2017 kl. 09:57

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Eftir að hafa rennt stuttlega yfir heimsfréttirnar sé ég að til viðbótar við styttur Suðurríkjahermanna hafa nú bæst á útrýmingarlistann styttur af: George Washington, Abe Lincoln, Kristófer Kólumbus og kvennaflagarans Bill Clinton. Þegar bylgjan færist til Íslands má gera ráð fyrir að styttur af Einar Ben og Jón Sigurðsson verði ofarlega á listanum. Ekki vegna þrælahalds heldur glæsileika og að leyfa sér að rísa upp fyrir almúgann.

Ragnhildur Kolka, 19.8.2017 kl. 10:51

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Hakakrossinn var fjarlægður af leikvanginum íNurnberg. Eimskip er úið að taka niður ægishjálminn af byggingunni sinni í Pósthússtræti. Kórónan er enn á Alþingishúsinu. Á hún að fara?

Halldór Jónsson, 19.8.2017 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband