Tungumálafasismi er ok

Ekki er óhætt að vera stoltur af þjóðerni sínu - maður gæti fengið á sig fasistastimpil. En það má gera kröfu um að útlendingar læri tungumál þeirrar þjóðar sem veitir þeim viðtöku.

Þessa ályktun má draga af umræðunni um kvörtun þýska embættismannsins á engri þýskukunnáttu þjóna í Berlín.

Þjóðernishyggja er að stofni rómantísk, vísar í huglæg viðhorf og gyllir fortíðina. Tungumálakunnátta er hagkvæm og mælanleg. Sá sem ekki kann tugumál samfélagsins er ævarandi úti á þekju, verður aldrei meira en óviðkomandi gestur.

Söguleg uppspretta þjóðernishyggju er tungumálið. Þetta vita Þjóðverjar manna best. Þeir áttu tungumálið í meira en þúsund ár en þýskt ríki aðeins í hálfa aðra öld.

Eftir sex vikur ganga Þjóðverjar til þingkosninga. Þriðji stærsti flokkurinn, samkvæmt könnunum, er AfD sem vill reisa skorður við fjölda útlendinga í landinu og hafnar fjölmenningu þar sem hver talar með sínu nefi. Enginn hinna flokkanna vill vinna með AfD, þeir þykja of fasískir.

Það má vera tungumálafasisti, af hagkvæmnisástæðum, en rómantískur þjóðernisfasismi er bannorð. Pólitískur rétttrúnaðardans er stiginn þar á milli.

 


mbl.is Brjálaður vegna skorts á þýsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband