Íslenskir álfar á Írlandi

Álfatrú þekkist á Íslandi. Dæmi eru um að vegastæðum hafi verið breytt vegna álfabyggða. Kenningin er að álfatrú sé úr heiðni, trú á vætti var römm hér í eina tíð.

En Írland, sem lítt skartaði heiðni, var orðið kristið löngu áður en heiðnir menn norræni tóku að herja á eyjuna grænu, virðist einnig hneigt til álfatrúar.

Guardian segir frá írskum þingmann sem telur skýringar á dularfullum vegaskemmdum þær að vegurinn liggur yfir álfabyggð. Merkilegt að írskir og íslenskir álfar eiga það sameiginlegt að vegir eru gjarnan lagðir yfir byggð þeirra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Sjálfur hef ég aldrei séð álfa 

og íslendingar trúa væntalega flestir á KRIST í merkingunni að trúa á eitthvað.

Ef að fólk trúir á einhverskonar framhaldslíf mannsandans  í öðrum víddum og hafi orðið vart við drauga sem að hafi birst fólki; gætu þá ekki alveg eins verið til einhverkonar verur eins og álfar sem að búa í öðrum víddum samhliða okkar efnisheimi?

(Þó að þeir búi ekki endilega í einhverjum einstaka steinum).

Sönnun fyrir tilvist álfa: 

http://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/1308207/

Jón Þórhallsson, 11.8.2017 kl. 12:21

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Sagt var að álfar ættu heima í steinum.  Hvaðan kom grjótið í alþingishúsið?  Hvaðan sem það kom þá er þar en þá lifandi álfabyggð.  

Hrólfur Þ Hraundal, 11.8.2017 kl. 15:33

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Álfhólsvegur og Nýbýlavegur voru byggðir eftir friðarsamninga við álfana þar.

Helga Kristjánsdóttir, 11.8.2017 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband