Föstudagur, 11. ágúst 2017
Íslenskir álfar á Írlandi
Álfatrú þekkist á Íslandi. Dæmi eru um að vegastæðum hafi verið breytt vegna álfabyggða. Kenningin er að álfatrú sé úr heiðni, trú á vætti var römm hér í eina tíð.
En Írland, sem lítt skartaði heiðni, var orðið kristið löngu áður en heiðnir menn norræni tóku að herja á eyjuna grænu, virðist einnig hneigt til álfatrúar.
Guardian segir frá írskum þingmann sem telur skýringar á dularfullum vegaskemmdum þær að vegurinn liggur yfir álfabyggð. Merkilegt að írskir og íslenskir álfar eiga það sameiginlegt að vegir eru gjarnan lagðir yfir byggð þeirra.
Athugasemdir
Sjálfur hef ég aldrei séð álfa
og íslendingar trúa væntalega flestir á KRIST í merkingunni að trúa á eitthvað.
Ef að fólk trúir á einhverskonar framhaldslíf mannsandans í öðrum víddum og hafi orðið vart við drauga sem að hafi birst fólki; gætu þá ekki alveg eins verið til einhverkonar verur eins og álfar sem að búa í öðrum víddum samhliða okkar efnisheimi?
(Þó að þeir búi ekki endilega í einhverjum einstaka steinum).
Sönnun fyrir tilvist álfa:
http://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/1308207/
Jón Þórhallsson, 11.8.2017 kl. 12:21
Sagt var að álfar ættu heima í steinum. Hvaðan kom grjótið í alþingishúsið? Hvaðan sem það kom þá er þar en þá lifandi álfabyggð.
Hrólfur Þ Hraundal, 11.8.2017 kl. 15:33
Álfhólsvegur og Nýbýlavegur voru byggðir eftir friðarsamninga við álfana þar.
Helga Kristjánsdóttir, 11.8.2017 kl. 17:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.