Heimsendir verður EKKI vegna veðurfars

Maðurinn dundar sér frá fornsögulegum tímum að spá heimsendi. Í trúarritum og öðrum ævintýrum er sagt fyrir um hinsta dag. Síðasta útgáfan af heimsendaspámennsku er að veðurfarið geri jörðina óbyggilga vegna hlýnunar.

Veðurfarsheimsendaspámennska er stóriðnaður, þar sem sumir græða en aðrir tapa. Líkt og í trúarbrögðum er hér um eilíft líf að tefla og fjármunir verða aukaatriði. En við það verða til viðskiptatækifæri mæld í milljörðum.

Ástæðan fyrir því að hægt er að slá föstu að heimurinn ferst ekki vegna veðurfarsbreytinga er einföld. Veðurfar á jörðinni hefur tekið breytingum löngu áður en maðurinn gat nokkur áhrif haft þar um. Norræn byggð á Grænlandi lagðist af á miðöldum vegna veðurfarsbreytinga; siðmenning í suðaustur Evrópu og miðausturlöndum eyddist í lok bronsaldar að hluta vegna veðuröfga.

Litla ísöld, frá síðmiðöldum og fram á nýöld, gróflega 1400 til 1800, skóp önnur lífsskilyrði en verið höfðu. Við þekkjum það á eigin skinni. Á landnámsöld bjuggum við í upphituðum skálum en færðumst ofan í moldarkofa án upphitunar á litlu ísöld.

Heimsendaspámennska á seinni tímum gerir ráð fyrir að svokölluð gróðurhúsaárif, sem verða til við brennslu jarðefnaeldsneytis, muni gera jörðina óbyggilega. Hlýnun átti samkvæmt spánni að leiða til bráðnunar norðurheimskautsins. Wille Soon gerir grín að þessum ,,vísindum" og vísar m.a. í grein í New York Times frá 1969 um að norðurheimskautið yrði íslaust árið 1988. En, sem sagt, enn er ís á norðurpólnum og á suðurpólnum stækkar ísbreiðan.

Wille Soon spyr hvort sólin sé áhrifavaldur í loftslagsbreytingum. Rannsókn þýskra vísindamanna gefur til kynna að virkni sólar sé einmitt áhrifaþáttur um veðurfar á jörðunni - og spá kólnun til 2070, sem gengur þvert á heimsendaspámennsku um hlýnun.

Í hnotskurn: veðurfar á jörðinni hefur alltaf tekið breytingum. Enginn vísindamaður, hvorki þeir sem aðhyllast kenningar um manngerðar loftslagsbreytingar né þeir sem hafna slíkum kenningum, geta sagt hvert er rétt meðalhitastig fyrir jörðina. Það getur hlýnað en það getur líka kólnað. Við verðum að lifa með þeirri óvissu, líkt og mannkynið hefur gert fram til þessa dags.


mbl.is Öfgar í veðri kosta þúsundir lífa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Þetta er þörf áminning og skörp. Hvað skyldi Al Gore vera búinn að græða mikið á þessu. Ég hef ewinhversstaðar séð tölurnar en þær skuipta hundruð milljóna. Hann er líka farinn að fjárfesta í olíufyrirtækjum. 

Það eru samviskulausir fantar allststaðar sem fjárfesta í neyð annarra eins og bátasalarnir í Líbýu til dæmis. 

Lofstlagsvísindin eru stórbísness eins og helvítisprédikarar á borð við Joyce Myers

Halldór Jónsson, 6.8.2017 kl. 10:34

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Joyce Myer predikar oftast eins og sálfræðingur sem vitnar um leið í ummæli Krists og postulanna,oft bráð skemmtileg ef maður hittir á hana í stuði.

Helga Kristjánsdóttir, 6.8.2017 kl. 13:31

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Fáfræði og heimska er stór áhrifavaldur í því hvernig framtíð bíður mannskyns. Eins og er hefur fulltrúi heimskunnar tekið sér bólfestu í Hvíta húsinu og fulltrúar hans og skoðanabræður finnast víða þó þeir séu örugglega í stórum minnihluta.

Jón Ingi Cæsarsson, 6.8.2017 kl. 17:12

4 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Þetta er eins og Rússar og bandarísku forsetakosningarnar. Allir vita en engar sannanir..

Guðmundur Böðvarsson, 6.8.2017 kl. 22:13

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    En við eigum einn ofvita,það er ekki mikið um þá nú til dags.

Helga Kristjánsdóttir, 7.8.2017 kl. 03:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband