Fimmtudagur, 3. ágúst 2017
Nató er bandalag stríðsæsingamanna
Nató var stofnað 1949 sem varnarbandalag vestrænna þjóða gegn ásælni Sovétríkjanna.
Gott og vel, kalda stríðið og allt það; Varsjárbandalag Sovétríkjanna og kommúnistaríkja Austur-Evrópu var stofnað 1955, sex árum eftir Nató.
En Sovétríkin hættu störfum árið 1991 og sama ár var Varsjárbandalagið lagt niður.
Árið er 2017. Sovétríkin eru dauð í 26 ár og kommúnisminn kominn á öskuhauga sögunnar. Varsjárbandalagið er steindautt í aldarfjórðung.
En Nató lifir sem aldrei fyrr, leitar sér að óvinum um allar heimsins trissur.
Nató ætti fyrir löngu að vera komið á ruslahaug sögunnar, líkt og kommúnisminn.
Til hvers er Nató? Jú, til að stuðla að stríði.
Versnandi samskipti NATO og Rússlands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hver ætti að fara af stað og stoppa forseta N-kóreu ef að hann myndi senda kjarnorku-eldflaug á einhverjar af höfðuborgum USA þannig að þeir gætu ekki svarað fyrir sig?
Jón Þórhallsson, 3.8.2017 kl. 23:30
Góður pistill hnyttinn og meinhæðinn! Þú trúir nú varla Jón að Nato búi yfir afli til að stöðva kjarnorku-eldflaugar,hafi Kim Jong sent eina á einhverja af höfuðborgum USA.-
Bandaríki norður-Ameríku gat stöðvað flutning eldflauga til Kúbu 1963,ætli þeir hafi ekki þróað gervihnatta eftirlit sitt umtalsvert síðan.-
Helga Kristjánsdóttir, 4.8.2017 kl. 02:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.