Fimmtudagur, 3. ágúst 2017
Hagsmunir Haga og samfélagsins fara ekki saman
Samfélagið hefur hag af því að vita þróun verðlags á lífsnauðsynjum, þ.e. matarverðs. Hagsmunir auðhringsins Haga eru aftur að fela upplýsingar um þróun matarverðs.
Lífeyrissjóðirnir eiga stóran hlut í Högum.
Nú þegar forstjóri Haga stígur fram og segir hagsmuni fyrirtækisins og samfélagsins ekki fara saman er kannski tími til kominn að lífeyrissjóðirnir beiti eigendavaldi sínu og kenni forstjóranum lexíu.
![]() |
Þjóni ekki hagsmunum Haga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vænlegast væri að lífeyrissjóðirninr drægju sig alfarið út úr rekstri Haga.
Gunnar Heiðarsson, 3.8.2017 kl. 13:35
Lífeyrissjóðirnir eiga að fjárfesta í húsnæði með lánastarfsemi. Það er öruggasta innlenda fjárfestingin auk þess að þar með styðja lífeyrissjóðir við launþega, kröfuhafa sína. Eh-effin eiga það til að verða gjaldþrota og þá tapast allt því baktryggingin er engin.
Kolbrún Hilmars, 3.8.2017 kl. 16:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.