Benedikt, Björt; raðbilun hjá Viðreisn-Bjartri framtíð

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar á að segja af sér, eftir að hann lýsti sig óviljugan að standa með lögeyri landsins, krónunni.

Björt Ólafsdóttir ráðherra og samflokksmaður Benedikts í bandalaginu Viðreisn-Björt framtíð kennir feðraveldinu um stórfelldan dómgreindarskort af sinni hálfu þegar hún auglýsti fatnað í sölum alþingis.

Pólitísk raðbilun í bandalagi Viðreisnar-Bjartar framtíðar sýnir svart á hvítu að þessi stjórnmálasamtök eru ekki í neinum tengslum við hversdagslegan veruleika. Burt með Benedikt og burt með Björtu.


mbl.is Sýndi dómgreindarleysi með myndatöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það er nýbúið að mæra þessa konu fyrir að friðlýsa Jökulsárlón,en nú er hún skúrkur,eins og það er kallað í íþrótta,umfjöllunum.Munurinn er að hún er ráðherra í ríkisstjórn íslands en ekki í neinu landsliði.   

Helga Kristjánsdóttir, 1.8.2017 kl. 01:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband