Auschwitz, sekt og sannar goðsagnir

Þýskir nasistar myrtu gyðinga skipulega í milljónavís í seinni heimsstyrjöld. Þetta er almenn þekking og margstaðfest af sagnfræðingum. Nýleg bók um fjöldamorðin og skipulag þeirra er KL: A history of the nazi concentration camps eftir Nikolaus Wachsmann.

Út frá þessari almennu þekkingu verða sögur, sumar sannar í merkingunni að þær eru sagðar í samræmi við þekktar og viðurkenndar heimildir og vitnisburði eftirlifenda, en aðrar skáldskapur. Dæmi um skáldskap er sagan af þýska stráknum sem óvart fór í gasklefa vegna þess að hann hafði fataskipti við gyðingastrák. Sagan kom út á bók og var kvikmynduð en hún er ekki sagnfræði heldur skáldsaga sett í sögulegt umhverfi.

Bera Þjóðverjar samtímans ábyrgð á fjöldamorðum gyðinga í seinni heimsstyrjöld? Svarið fæst hvorki frá sagnfræði né skáldskap. En það er ekki goðsaga að mörgum Þjóðverjum finnst þeir bera ábyrgð. Og þegar sagt er á bók, eins og Finis Germania, að sektarkenndin sé Þjóðverja lifandi að drepa eru viðbrögðin hörð. Það er heldur ekki goðsaga.

 


mbl.is Segir Auschwitz vera goðsögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FORNLEIFUR

Ef Þjóðverji í nútímanum telur Auschwitz vera goðsögn ber hann ábyrgð á fjöldamorðum nasista. Kaþólikkar sem nú safna liði og halda því fram að Pius páfi 12 hafi bjargað lífi 860.000 gyðinga bera einnig ábyrgð á fjöldamorðum nasista, því þeir geta ekki gefið upp nafn eins einasta af þeim gyðingum sem Pius páfi bjargaði.

Sögufölsun er vandamál í dag og svo virðist að lýðurinn hafi forheimskast svo að hann vilji láta ljúga að sér. Þess vegna er bók eins og Finis Germania svo kærkomin gjöf fyrir suma Þjóðverja.

FORNLEIFUR, 29.7.2017 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband