Stríđiđ sem enginn vildi - 25 árum síđar

Í Sarajevo fyrir 25 árum voru friđartónleikar sem tugţúsundir Júgóslava sóttu. Tónleikarnir voru haldnir til ađ stemma stigu viđ ófriđarhorfum í sambandslýđveldinu sem var stofnađ eftir seinna stríđ til ađ sameina suđur-slavneskar ţjóđir.

Undir agavaldi Josip Broz Tito var Júgóslavía heimaland Serba, Slóvena, Króata, Bosníumanna, Albana og fleiri ţjóđa. Júgóslavía tilheyrđi Austur-Evrópu í kalda stríđinu en var frjálsara en mörg önnur kommúnistaríki, s.s. Austur-Ţýskaland, Rúmenía, Ungverjaland ađ ekki sé talađ um sjálf Sovétríkin.

Kalda stríđinu lauk 1991 međ upplausn Sovétríkjanna og endalokum Varsjárbandalagsins. Í Júgóslavíu ókyrrđust ţjóđir sambandsríkisins. Ţó var eitt ráđandi tungumál, serbó-króatíska, og blandađar fjölskyldur algengar. Í nafni ríkissamheldni hafđi ţjóđarblöndun veriđ skipulagt af Tito og stjórnvöldum í Belgrad, t.d. međ fólksflutningum á milli landssvćđa eftir seinna stríđ.

Gegn vaxandi ţjóđernishyggju og stríđsćsingu voru stórtónleikarnir í Sarajevo skipulagđir. Sambćrilegri tónleikar voru haldnir víđa um landiđ. En fáeinum mánuđum síđar var skolliđ á stríđ, ţađ fyrsta í Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Nánast á einni nóttu urđu vinir ađ óvinum og fjölskyldur splundruđust. Áđur en yfir lauk dóu 100 ţúsund manns í stríđsátökum og fjöldamorđum. Ţúsundir flúđu land. Júgóslavía fór á öskuhauga sögunnar en ţjóđríkin Serbía, Króatía, Slóvenía og fleiri urđu til.

Hvers vegna verđur stríđ sem enginn vill? er spurt í tilefni ef aldarfjórđungsafmćli friđartónleikana í Sarajevo. Stutta svariđ er: vegna ţess ađ nógu margir sáu stríđ sem pólitíska lausn. Lengra svariđ er ađ sambandsríki margra ţjóđa ţarf ađhald frá sterkum leiđtogum og sögulegum kringumstćđum (Tito, kalda stríđiđ) til ađ ţrífast ţegar sameiginlegan sögulegan, trúarlegan og hugmyndafrćđilegan grunn skortir.

Stríđsátök eru ekki sjálfsögđ ţegar ríki sameinast eđa sundrast. Austur-Ţýskaland rann inn í sambandslýđveldiđ Ţýskaland án blóđsúthellinga. Tékkóslóvakía varđ ađ tveim ríkjum án vopnaskaks. Jafnvel Sovétríkin liđuđust tiltölulega friđsamlega í sundur í 15 lýđveldi. En, ţví miđur, eru dćmin fleiri um ađ pólitíkin vopnavćđist ţegar ţjóđir finna sér nýtt skipulag - líkt og í Júgóslavíu fyrir 25 árum.

Enginn getur svarađ ţví hvort Júgóslavíustríđiđ hafi veriđ söguleg nauđsyn. En hitt er öllum augljóst: ţađ er engin pólitísk hreyfing á Balkanskaga sem bođar endurreisn Júgóslavíu.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband