Góða fólkið hræðist kjósendur

Góða fólkið í Svíþjóð er með böggum hildar. Svíþjóðardemókratarnir mælist stærstur flokka en góða fólkið tók sig saman um að útiloka þjóðernisflokkinn frá völdum og áhrifum.

Norski rithöfundurinn Karl Ove Knausgård þekkir sænskt þjóðfélag giska vel. Hann skrifaði ádrepu til Svía og sagði þá aðeins þola eina skoðun í helstu samfélagsmálum.

Þegar ráðandi skoðun í Svíþjóð er að útiloka stjórnmálaflokk sem meira en fjórðungur kjósenda styður er komið í óefni fyrir góða fólkið.


mbl.is Vilja flestir forðast þingkosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Svíþjóð var kastað á ruslahaug sögunnar þegar samkomulagið um útilokun sósíaldemókratar var gerð eftir síðustu kosningar þar. Það samkomulag tók ekki bara til niðurstöðu þeirra kosninga heldur líka til niðurstöðu næstu kosninganna sem fara í hönd.

Það er ekki lengur hægt að bera virðingu fyrir þjóð sem lætur slíkt viðgangast.

Ragnhildur Kolka, 28.7.2017 kl. 14:31

2 Smámynd: Högni Elfar Gylfason

Eitthvað hljómar þetta nú kunnuglega.... þetta með samantekin ráð um útilokun stjórnmálaflokks.

Högni Elfar Gylfason, 28.7.2017 kl. 18:27

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Sami menningarfasisminn og þetta góða fólk rekur hér. það má ekki ræða neitt sem því ekki hentar, hvort sem það er  á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, í útvarpi eða sjánvarpi.Réttrúnaðurinn á fjölmenningarsamfélagið ræður.Allt annað er þaggað niður sem nasismin og rasismi.

Halldór Jónsson, 28.7.2017 kl. 20:51

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Já er það? Nú eru góð ráð góða fólksins dýr,talin í óefninu sem þau rata í með framkomu sinni.  

Helga Kristjánsdóttir, 28.7.2017 kl. 21:27

5 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Þetta fór alt til andskotans þegar sossarnir fóru að flytja inn verkafólk í iðnaðinn upp úr 60, en gerðu þá regin skissu að blanda pólitík inn í það og þarmeð var fjandinn laus. Sænska fólkið hefur, vægast sagt, mjög svo einkennilega afstöðu til lífsins í landinu og er þar um að kenna bæði Olof Palme og Tage Erlander, en annars eru þeir líka óstöðugir í rölti lífsins án leiðsögn ofanfrá samanber "sosialstyrelsen vill att du" stýringuna frægu. Það er að mestu útilokað að þeir ráði við þetta múslímavandamál sitt á venjulegan máta, en hvað ég veit eru komnar þó nokkuð skýrar línur um samvinnu hers og lögreglu þegar hvellurinn kemur. Norðmenn eru með svipað mótel, en aðeins önnur samsetning og ekki af hinu góða, samanber Utöyja fatesen. Þetta fer alt til fjandans í allri Scandinavíu!!

Eyjólfur Jónsson, 28.7.2017 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband