Fimmtudagur, 27. júlí 2017
Olía, trú og upplausn Arabaríkja 1973 - 2040
Bílar verđa ekki knúnir bensín eđa dísil eftir 2040, ef ađ líkum lćtur. Arabaríkin náđu tangarhaldi á vesturlöndum ţegar ţau takmörkuđu frambođ af olíu 1973 og bjuggu til olíukreppuna.
í alţjóđapólitík helst auđlegđ og vald í hendur. Nú ţegar hillir undir minna vćgi olíu í alţjóđahagkerfinu stefnir í valdaţurrđ arabaríkja. Afleiđingarnar eru ţegar komnar fram. Borgarastríđ í Líbýu, Sýrlandi og Írak. Ólga er í Egyptalandi og Sádí-Arabíu.
Ófriđurinn í miđausturlöndum er iđulega skýrđur út frá uppgangi herskárra múslíma. Efnahagsleg hnignun er aftur baksviđ vaxandi trúaröfga. Sambćrilegt tímabil í Evrópusögunni er lok miđalda ţegar meginútgáfur kristni, kaţólikkar og mótmćlendur, efndu til trúarstríđa og galdrafárs ţegar lénsskipulagiđ var á fallandi fćti.
En ólíkt Evrópu, ţar sem vaxandi borgarastétt og leysti af hólmi landeigendur sem yfirstétt, er hvergi ađ sjá í arabaheiminum sambćrilegt afl sem getur lóđsađ heimshlutan úr allsherjarupplausn. Í Evrópu var ţađ ţjóđríkiđ sem kom í stađ lénsvelda; ţróunin í miđausturlöndum er ađ brjóta upp ţjóđríkin sem ţar eru fyrir á fleti.
Eitt er víst: múslímatrú frá 7. öld verđur aröbum ekki haldgóđur vegvísir inn í framtíđina.
Bretar fara ađ fordćmi Frakka | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Athugasemdir
Vel má vera ađ valdaţurrđ Arabaríkjanna sé í sjónmáli, en hillir ţá ekki líka undir nćsta vandamál; raforkuskort ţegar allir ferđamátar verđa ađ vera vistvćnir. Ósjálfbćra vind- og sólarorku og andóf gegn hvers kyns virkjunum.
Kannski viđ verđum bara ađ venja okkur viđ ađ sitja heima og horfast í augu viđ nágrannana.
Ragnhildur Kolka, 27.7.2017 kl. 17:40
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.