Mánudagur, 17. júlí 2017
Íhaldsmaður plokkar í sundur Rússahatrið
Rússlandi er líkt við Þýskaland undir nasisma og Pútín Rússlandsforseta við Hitler í bandarískri stjórnmálaumræðu.
Íhaldsmaðurinn og fyrrum forsetaframbjóðandi, Patrick J. Buchanan, greinir Rússahatrið og kemst að þeirri niðurstöðu að hvorki sé ástæða að óttast Rússa né séu þeir óvinir Bandaríkjanna. Rússar eru náttúrulegir bandamenn vestrænna ríkja, segir Buchanan.
Kjarninn í greiningu Buchanan er að Rússland undir Pútín líkist keisaradæminu fyrir daga Sovétríkjanna. Rússland, líkt og Bandaríkin og önnur ríki, eigi lögmæta öryggishagsmuni. Út frá þeim forsendum sé hægt að vinna með Rússum sem eru hluti vestrænnar menningar.
Ef Rússahatrið ræður ferðinni í utanríkisstefnu Bandaríkjanna og það leiði til stríðs eru stjórnvöld í Washington engu betri en fávísu stríðsæsingamennirnir sem hófu fyrri heimsstyrjöld 1914, segir íhaldsmaðurinn Buchanan.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.