Fimmtudagur, 13. júlí 2017
Kapítalismi, fjölmenning og tvær útgáfur vinstrimanna
Vinstriöfgamenn efndu til óeirða á leiðtogafundinum í Hamborg. Kapítalisminn er aðalóvinur öfgamannanna, sem eru með náin tengsl við sósíalíska flokka.
Þessi útgáfa vinstrimanna náði sér nokkuð á strik eftir fjármálahrunið 2008. Líklega var hápunkturinn í Hamborg - keppst er við að útmála þessa útgáfu sem glæpamenn.
Alþjóðalega fjármálakerfið er að hjarna við og það kippir fótunum undan öfgaútgáfunni.
Frjálslyndir vinstrimenn er önnur meginútgáfa vinstrimanna. Ólíkt öfgaútgáfunni eru þeir frjálslyndu stórvinir kapítalismans og hlynntir alþjóðasamstarfi, eru t.d. upp til hópa í aðdáendaklúbbi ESB.
Frjálslynda vinstrið fékk á sig högg með Brexit og annað með kjöri Trump. Það sem gerir þeim frjálslyndu erfiðast um vik er fjölmenningin, sem er hornsteinn hugmyndafræði þeirra.
Fjölmenning er á fallandi fæti alla þessa öld. Angela Merkel kanslari Þýskalands gaf út dánarvottorðið þegar árið 2010. Aukinn straumur flóttamanna til Evrópu síðustu ár samfara hryðjuverkum herskárra múslíma er frjálslyndum vinstrimönnum þung í skauti. Fjölmenning er eins og sósíalismi: virkar bara ekki.
Staðan er þessi: vinstriöfgamenn eru úthrópaðir sem glæpamenn og frjálslyndir vinstrimenn eru án hugmyndafræði.
Þegar báðar meginútgáfur vinstrimanna eru í nauðvörn hlýtur heimurinn að fara batnandi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.