ESB-sinnar í felum: næsta umræða 2030

Umræðan um ESB-aðild Íslands skilaði afgerandi niðurstöðu áramótin 2012/2013 þegar ESB-umsókn Samfylkingar frá 16. júlí 2009 var lögð á hilluna. ESB-sinnar eru í felum, koma helst fram í skoðanakönnunum eða nafnlausum pistlum.

ESB-sinnar, almennt og yfirleitt, voru ekki menn til að viðurkenna sig sigraða. Hvorki þegar umsóknin var dregin tilbaka né sumarið 2016 þegar Bretar ákváðu að ganga úr Evrópusambandinu.

Enginn stjórnmálaflokkur á Íslandi berst fyrir aðild að ESB. Ekki einu sinni Samfylkingin nennir að halda málinu á lofti.

Enginn veit hvað verður úr Evrópusambandinu eftir úrsögn Breta. Brexit tekur fyrirsjáanlega tvö til fjögur ár að verða að samningi. Ein fimm til tíu ár í viðbót leiða í ljós hvaða fyrirbæri ESB verður eftir Brexit.

Tímabær umræða um ESB-aðild Íslands rennur kannski upp í kringum árið 2030.


mbl.is Meirihluti andvígur inngöngu í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Það blæs ekki byrlega fyrir leifarnar af Samfylkinunni frekar en fyrri daginn. yell

Hrossabrestur, 12.7.2017 kl. 16:12

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Erum við föst í þessu forarfeni í áratugi ?

Erla Magna Alexandersdóttir, 12.7.2017 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband