Þriðjudagur, 11. júlí 2017
Skolpfréttir RÚV - bara ekki úr Reykjavík
Fyrsta frétt RÚV í sexfréttum var um fráveitumál í ýmsum sveitarfélögum - bara ekki Reykjavík þar sem skolpmengun helst í hendur við yfirhylmingu.
Enginn er að tala um skolp á Selfossi eða Garðabæ - nema RÚV. En það er talað um skolpspillinguna í borginni.
Þeir sem biðu eftir skolpfréttum í sjöfréttum RÚV urðu fyrir vonbrigðum. Ekkert í helstinu, en jákvæðri frétt um minni mengun í fjöruborðinu var lætt inn í fréttatímann.
Ríkisútvarp vinstrimanna hlýðir auðvitað kalli borgarfulltrúa Pírata, Samfylkingar og Vinstri grænna um að fara ekki í skotgrafirnar.
Athugasemdir
Sæll
Þetta var merkileg frétt; einkum þráðurinn um Garðabæinn. Þar er ekki allt sem skyldi í einu hverfi, Álftanesinu, sem ekki hefur þó lengi verið hluti bæjarins. Hvar skyldi hugmyndin að fréttinni hafa kviknað?
Í morgun áttu Óðinn og Halldór Auðar svo langt, en létt spjall, blandað gamni þar sem gott var gert úr öllu saman. Af öllu þessu má sjá að þegar Samfylkingin fær kvef, ja þá hnerrar RÚV.
Einar Sveinn Hálfdánarson, 11.7.2017 kl. 21:13
Er það misminni að það var RUV sem kom fyrst með fréttina af skolpmenguninni í Reykjavík og hefur þar af leiðandi fylgt því lengur eftir en nokkur annar fjölmiðill?
Ómar Ragnarsson, 12.7.2017 kl. 00:03
Alveg rétt Ómar, en það var almennur borgari sem tróð fréttinni upp á RÚV.
Það er hinsvegar undarlegt varðandi skólphreinsun í Ölfusá að það skuli stranda á umhverfismati, árum saman, að koma hlutunum þar í lag.
Ragnhildur Kolka, 12.7.2017 kl. 15:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.