Knattspyrna, konur og kynjahlutverk

Fyrsta knattspyrnufélag kvenna var stofnað 1914. Rúmlega kynslóð síðar, 1949, spiluðu konur fótbolta til að sýna þær í afbrigðilegu ljósi, segir í viðtengdri frétt.

Hugmyndir um kynjahlutverk breytast hægt en breytast þó. Jafnrétti til náms og embætta var fest í lög 1911 en samt leið meira en hálf öld þangað til fyrsti kvenpresturinn var vígður. Kynjahlutverkin eru ekki alfarið einstefna þar sem konum er haldið niðri. Hvað eru margir karlkyns hjúkrunarfræðingar?

Engu að síður: konur hafa átt á brattann að sækja til að fá sömu tækifæri og karlar að gera það úr lífi sínu sem hugurinn stendur til. Og það er við hæfi að rifja upp kraft og baráttuþrek þeirra kvenna sem lögðu á brattann, eins og ísfirsku stúlknanna 1914.

Áfram Ísland.

 


mbl.is Stúlkur á Ísafirði brutu ísinn 1914
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband