Föstudagur, 7. júlí 2017
Saurborgin Reykjavík
Reykjavíkurborg dælir óhreinsuðu skolpi í tonnavís út í Skerjafjörð án þess að vara almenning við menguninni.
Kjörnir fulltrúar í borgarstjórn fela sig á bak við embættismenn sem segja ástandið ,,bagalegt".
Málið er nokkru alvarlegra en svo að það teljist ,,bagalegt."
Saurgerlamagn yfir mörkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þegar fellibylurinn Katrín gekk á land í Louisiana og Texas var W kennt um. Alheims bankahrunið 2008 var klínt á Geir og Davíð, en mekkanísk bilun í tæknibúnaði Orkuveitunnar, sem er alfarið í eigu Reykjavíkurborgar, kemur Degi B ekkert við. Eru menn að lesa hlutina rétt?
Ragnhildur Kolka, 7.7.2017 kl. 17:13
Bilun í einni hreinsunarstöð í Reykjavík, slæmt mál að sjálfsögðu.
Fjölmiðlar hafa haft mikinn áhuga á því máli.
Hefur enginn fjölmiðill áhuga á að allt skólp með öllu tilheyrandi fer óhreinsað í Eyjafjörðinn ?
...
Allur úrgangur frá Akureyri fer óhreinsaður um gátt norðan við Krossanes og oft mælist saurgerlamengun mjög mikil á svæðinu.
Nú virðist sem enn einu sinni sé búið að slá væntalegri hreinsistöð á frest vegna tilboðaleysis.
Ég vildi að fjölmiðlar hefðu jafn mikinn áhuga á að fjalla um þessi mál við Eyjafjörðinn eins og þessa tímabundnu bilun í Reykjavík.
Jón Ingi Cæsarsson, 7.7.2017 kl. 20:34
Höfuðborgarsvæðið er eina svæðið á Íslandi þar sem skolp og fráveita er hreinsuð, allir hinir á Íslandi þurfa að þola þetta alla daga allan ársins hring.
Jón Ingi Cæsarsson, 7.7.2017 kl. 20:37
Kynntu þér málið betur Jón Ingi. Það er mun víðar sem skolp er hreinsað og dælt hundruð metra út fyrir fjörur en á höfuðborgarsvæðinu. Í sveitum landsins getur enginn byggt sér kamar án þess að við hann sé settur hreinsibúnaður (rotþró), sem skilar afurðunum hreinum út í náttúruna.
Vel getur verið að Akureyringar og kannski fleiri sveitarfélög dæli enn óhreinsuðu skolpi í fjörur, vonandi eru þau sveitarfélög þá með undanþágu frá lögum um hreinsun á skolpi.
Gunnar Heiðarsson, 8.7.2017 kl. 07:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.