RÚV: einelti og ólögmæt uppsögn. Hver ber ábyrgð?

RÚV er dæmt fyrir einelti og ólögmæta uppsögn starfsmanns. Einhver á stofnunni hlýtur að axla ábyrgð.

RÚV stundar þá iðju að heimta að menn séu dregnir til ábyrgðar þegar útaf bregður. Fréttamenn RÚV framleiða reglulega fréttir um að þessi eða hinn verði að sæta ábyrgð.

Í fljótu bragði sýnist RÚV eiga tvo kosti í þessu mál. Annað tveggja að einhver á stofnunni axli ábyrgð á einelti og ólögmætri uppsögn aða að fréttastofa RÚV verði lögð niður.

Seinni kosturinn þjónar best almannahagsmunum. En auðvitað tekur RÚV hann ekki. Eins og jafnan þegar RÚV á í hlut mun stofnunin þegja þetta mál af sér. Enda ríki í ríkinu.


mbl.is Adolf Ingi hefur sigur í máli gegn RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Ábyrgð!!!, á Íslandi ber enginn ábyrgð á neinu, elítuhjörðin heimtar há laun fyrir mikla ábyrgð en þegar á reynir bera þau ekki ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut og líklega ekki einu sinni á sjálfu sér.

kv. Hrossabrestur 

Hrossabrestur, 5.7.2017 kl. 16:04

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Er útvarpsstjórinn er ekki "æðsti strumpurinn?".

Jón Þórhallsson, 5.7.2017 kl. 16:47

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það má líka velta því fyrir sér hvort að yfirmenn á öllum stöðum t.d. eins og á rúv þurfi ekki að hafa svigrúm til að geta sagt fólki upp ef að það þjónar ekki lengur almannahagsmunum og er bara að leika sér í boltaleikjum.

Jón Þórhallsson, 5.7.2017 kl. 16:52

4 Smámynd: Ólafur Einarsson

Svo sammála þér Páll, rúv er eineltis-stofnun, ekki bara úti í samfélaginu heldur einnig inna dyra eins og þessi dómur ber með sér.
Útvarpsstjóri lofar og lofar öllu fögru um að athuga, skoða nánar og margt fleirra ... en gerir svo akkúrat ekki neitt.

Þegar svo þessi stofnun hefur "tekið einhverng fyrir" á árinu, hvort heldur það var réttmætt eða ekki þá er kné nátið fylgja kviði þegar kemur að "áramótaskaupinu" ... þar er eineltið fyllklárað og þjóðin hlær, kann ekki annað en að kóa með eineltis stofnuninni, því ekki lýgur rúv.

Ólafur Einarsson, 5.7.2017 kl. 21:16

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Páll. Eru það ekki Costco kóngar heimsveldisviðskiptanna sem bera alla ábyrgð, en kenna öllum öðrum um sín eigin útspekúleruðu fyrri tíma svikaverk, vítt og breitt um jarðarkringluna?

Þeir Costco-heimsveldiskóngar sitja við forstjóraenda borðsins á píramídavaldaránstoppnum allan hringinn, og eru aðalsins leikarar eineltishringiðu fjölmiðlunar í svokölluðu "heimsveldinu"!

365-blekkingin! Allan hringinn! 365 daga ársins!

Eða hvað heldur fólk annars að sé að gerast í raun og veru hér á villimannastýrðri jarðarkringlunni?

Heldur fólk virkilega að Guð almáttugur góðu orkunnar í alheimsgeimi stýri mafíustýrðri vísindanna veðrabreytingunni og mengunar hernaðarspreyjun í háloftunum frá NATO-"varnar"-eitthvað?

Ég ætla að fljóta vakandi að feigðarósi og segja frá því sem ég skil og sé til síðasta dags, því ég læri og miðla af skilningi og reynslu allt lífið til síðasta dags hér á villimannastýrðri jörðinni. Ég fer bara með lærdóminn minn með mér héðan af jarðvistinni. Enga 1000 kalla né 5000 þúsund og 10.000 kalla.

Í jarðarlífreynslunnar lærdómum hvers og eins eru raunverulegu viskuauðæfin falin. Það veganesti verður aldrei frá neinni sál tekið, í neinni alheimsvídd.

Hefur ekkert með trúarbrögð valda-Costco-kónga heimsveldisstýringar jarðarinnar að gera.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.7.2017 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband