Skotland, Ísland og söguleg tækifæri til sjálfstæðis

Stjórnskipulega eru Skotar á líku róli og Íslendingar 1918 til 1944. Ísland var í þá tíð konungsríki, hliðsett Dönum, en með eigið þing og stjórnarráð.

Ísland fékk fullveldi 1918 vegna sögulegs tækifæris sem lok fyrstu heimsstyrjaldar færðu okkur. Þjóðríkjareglan var staðfest í Evrópu með þrýstingi frá Bandaríkjunum. Danir vildu fá ,,heim" dönskumælandi Þjóðverja og fóru fram á að landamæri ríkjanna yrðu færð í suður. Til að standa betur að vígi í samningaviðræðum um þýska Dani leyfðu Danir íslenskt fullveldi.

Skotar á hinn bóginn fengu fullveldi með samningum við bresku ríkisstjórnina - enginn stóratburður þar, aðeins langtímaþróun byggð á þjóðríkjareglunni. Skotland og England urðu eitt ríki með samningum 1707 eftir að hafa haft einn og sama konunginn í hundrað ár.

Skoskir þjóðernissinnar vilja fullt sjálfstæði frá breska konungdæminu líkt og íslenskir þjóðernissinnar á fyrri hluta síðustu aldar. Ísland fékk sjálfstæðið, líkt og fullveldið, þegar stóraburður skók heimsbyggðina. Seinni heimsstyrjöld 1939-1945 opnaði glugga sem Íslendingar nýttu sér. Nágrannar okkar, Grænlendingar og Færeyingar, voru ekki í stakk búnir að nýta sér tækifærið. Þeir eru stjórnskipulega á sömu slóðum og Ísland 1904-1918.(leiðrétt eftir ábendingu frá GMG).

Skoskir þjóðernissinnar töldu að úrsögn Breta úr Evrópusambandinu, Brexit, byði upp á sögulegt tækifæri til sjálfstæðis. En tap í fyrstu þingkosningum eftir Brexit girðir fyrir möguleikga Skoska þjóðarflokksins að setja á oddinn kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði.

Stjórnskipun ríkja taka helst ekki breytingum nema þegar stóratburðir knýja dyra. Brexit er, þrátt fyrir allt, ekki viðlíka atburður og styrjöld.


mbl.is Setur sjálfstæðismálin í salt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Er það ekki bara rökrétt niðurstaða, Skoska þjóðin vill væntanlega endurheimta yfirráð fiskimiða sinna sem nú mega þola ESB rányrkju stýrða frá Brussel.

Hrossabrestur, 1.7.2017 kl. 18:17

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Páll. Sjálfstæði samfélags-siðmenntaðs þjóðríkis hefur þann fórnarkostlaðarinnar baráttublóðtökuskatt, að það kostar árbyrgt og óvefengjanlegt sjálfræði þjóðkjörinna ráðherra, að ráða því sem ráðherrar eiga að ráða!!!

Hingað til hafa ó-þjóðkjörnir og gjörsamlega óábyrgir embættisforstjórar í banka/lífeyrissjóða-þrælasláturhúsum ræningjalögmanna/sýslumanna/dómarasætum ráðið öllu sem gerist á þrælaeyjunni Íslandi!

Og það ribbaldanna pappaembættanna lið sendir svo skilaboð út um allan heim að hér sé allt í bullandi siðmenntuðum og réttarríkis-verjandi jákvæðum velferðargangi?

Og þrælandi fólk býr á götunni, eða er fast í mansalsfangelsum hóruhótelanna og byggingaþrælahaldsins heimsfræga á Íslandi?

Við almenningur á Íslandi berum ábyrgð á velferð þessa varnarlausa þrælafólks á Íslandi. Skilja Íslendingar ekki sína siðferðislegu ábyrgð á vinnandi samborgurum sínum?

Það er sorglegt að horfa uppá blekkingar og tilheyrandi lánshæfis-matsfyrirtækja-"einkanagjöf" lánshæfis/heilbrigðis/velferðar (eitthvað), á hinu svokallaða velferðar/siðmenntunarkerfis fjármálablekkinga-kerfis á Íslandi!

Lygin drýpur af hverju því strái, sem eiturmengunarflugdreka-gasblöðrur NATO hafa ekki enn náð að sýkja og drepa á Íslandi!

Í guðanna bænum, kaupið hreint vatn úti í næstu búð kæra fólk, því það er búið að NATO-flugherja-eitra vatnið á suðvesturhorninu, og jafnvel víðar á Íslandseyjunni.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.7.2017 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband