Evrópuherinn og Ísland

Ísland var hernumið af breska hernum í seinna stríði, mánuði eftir að Þjóðverjar tók Danmörku og Noreg. Evrópskur her, undir forystu Frakka og Þjóðverja, væri ekki með Norður-Atlantshaf, þar ríkja Bandaríkin, Bretland og að einhverju marki Rússland.

Evrópuherinn, þ.e. her undir merkjum Evrópusambandsins, er í smíðum. Bretar munu standa utan og vinna með Bandaríkjunum, annað hvort tvíhliða eða í gegnum Nató.

Fyrir Ísland skiptir þessi þróun máli. Áður var staðfest að engin efnahagsleg, söguleg, pólitísk eða landfræðileg rök standa til þess að Ísland verði aðili að Evrópusambandinu. Núna bætist við að hernaðarleg rök mæla gegn aðild. Ísland verður ekki aðili að Evrópusambandinu um fyrirsjáanlega framtíð. Punktur.


mbl.is Evrópuherinn kemur að lokum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég er sammála þér að Ísland á ekki að láta innlima sig í ESB. Ég er hinsvegar ekki sammála þér að við eigum að standa fyrir utan bandalagið til að komast undan herskyldu.

Ísland á að stofna sinn eigin her sem fyrst. Sýndarmennskan sem við höfum viðhaft um að hér sé enginn her, af því við erum svo mikið friðarins fólk, er ekkert annað en loddaraskapur.

Ef við erum ekki með eigin her erum við að segja, að Bretar, Bandaríkjamenn, Þjóðverjar o.s.frv., eigi að drepa sitt eigið unga fólk í stríðum nútíðar og framtíðar, til að við getum setið uppi í sófa heima og safnað spiki.

Theódór Norðkvist, 29.6.2017 kl. 13:38

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Sammála Teódór Norðkvist, við eigum eins og allar sjálfstæðar þjóðir að hafa hér okkar her og byggja hann upp svo ungt fólk megi glöggva sig á skyldum sínum til lands og þjóðar.   Margt má um þetta segja en það gerist ekki nú.

Hrólfur Þ Hraundal, 29.6.2017 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband