Höfrungahlaup kjaraumræðunnar

Hver eru sanngjörn laun sendiherra? Ríkisendurskoðanda? Þingmanna? Dómara? Talsmenn verkalýðshreyfingarinnar rjúka upp til handa og fóta þegar kjararáð ákveður laun embættismanna.

En í höfrungahlaupi umræðunnar lætur verkalýðshreyfing hjá líða að tefla fram sínum hugmyndum um hver launin ættu að vera.

Verkalýðshreyfingin getur, bæði í krafti samningsumboðs og eignarhalds á stjórnfyrirtækjum í gegnum lífeyrissjóði, haft mótandi áhrif á launaumræðuna. En það gerist ekki með upphrópunum. Vinna betur í SALEK og tala minna í fjölmiðlum væri ágætis byrjun.


mbl.is Hrundið af stað nýju „höfrungahlaupi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband