Trump er ekki vandamálið

Sitjandi Bandaríkjaforseti er á alla vegu og kanta vandamál. Hann er vandamál innanlands þar sem hluti stjórnkerfisins snýst gegn honum og hann er vandamál á alþjóðvettvangi þar sem pólitík hans er óútreiknanleg.

En samt. Bandaríkin höfnuðu innherja, Hillary Clinton, sem bauð upp á meira af því sama en völdu Trump sem lofað stríði við kerfið.

Trump er mótsögn. Hann er moldríkur en talar máli láglaunafólks, sem gerði hann að forseta. Trump lofaði að gera Bandaríkin að stórveldi á sama tíma og heimsbyggðin játast öll þeirri kennisetningu að Bandaríkin eru eina stórveldi jarðkringlunnar. Fékk hann umboð til að gera Bandaríkin að enn meira stórveldi? Varla, annað loforð hans var að draga úr áhrifum Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi, stunda ekki tilgangslaus stríð í langt-í-burtistan.

Trump er ekki vandamálið. Hann er birtingarmynd vanda sem ekki er sérbandarískur. Vandinn felst í því að kerfi sem sett voru upp í kjölfar seinna stríðs og endurskipulögð eftir kaldastríðið eru úr sér gengin. Kerfin eru samtengd og þekkjast undir skammstöfunum eins og IMF, SÞ, Nató og ESB.

Bandaríkin eru helsti bakhjarl þessara kerfa. Í því samhengi þjónar Donald Trump tveim hlutverkum. Í fyrsta lagi er kjör hans skýr og ótvíræð vísbending að kerfin virka ekki. Í öðru lagi þjónar hann því hlutverki að vera blóraböggull fyrir biluð kerfi.

Í fréttaflutningi er öll áherslan á Trump í seinna hlutverkinu. En það er akki aðalhlutverkið. Aftur þjónar það hagsmunum úr sér gengnu kerfanna að gera Trump að helsta vandamáli heimsbyggðarinnar. Við sjáum fyrir augum okkar hápunkt alþjóðavæðingarinnar: sjálfsblekkinguna.


mbl.is Embættismenn í mál við Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband