Costco og kaupfélagavæðing

Costco er kaupfélag í þeim skilningi að maður kaupir sér aðild að versluninni, borgar eitthvað um 4000 kr. árgjald.

Nú þegar íslensku olíufélögin og smásalar, Olís og Hagkaup/Bónus annars vegar og hins vegar Krónan/Elko og N1, sameinast má spyrja hvort kaupfélagavæðingin haldi áfram.

Olíufélögin hafa gefið út kort til viðskiptavina sinna og tengt þau greiðslukortum. Með félagskortum fæst afsláttur af eldsneyti. Lítið mál er að útfæra þessi kort sem kaupfélagskort.

Á hinn bóginn er ekki líklegt að íslensku kaupfélögin þori í bráð að innheimta félagsgjöld. Verðlagningin hjá þeim er ekki samkeppnisfær við Costco.


mbl.is Viðbrögð við aukinni samkeppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband