Sunnudagur, 4. júní 2017
Hryðjuverk, lýðræði og opið samfélag
Þrír hryðjuverkamenn voru felldir átta mínútum eftir að lögreglan var kölluð á vettvang við Lundúnabrú. Á þeim skamma tíma deyddu hryðjuverkamennirnir sjö almenna borgara og slösuðu 40. Verkfærin sem þeir notuðu eru hversdagshlutir, bíll og eggvopn.
Eftir fimm daga eru þingkosningar í Bretlandi þar sem þjóðin velur á milli pólitískra valkosta. Borgarstjóri Lundúna nefnir tvö gildi er standa vestrænum þjóðum nærri, frelsi og öryggi.
Árásin í gær er þriðja hryðjuverkið í Bretlandi á skömmum tíma. Árás var gerð á almenning við þinghúsið í höfuðborginni í mars og í síðasta mánuði urðu tónleikagestir í Manchester fyrir sjálfsmorðssprengju.
Enginn þeirra stjórnmálaflokka sem breska þjóðin velur á milli á fimmtudag getur tryggt almenningi öryggi og frelsi. Einmitt vegna þess að valið stendur þar á milli. Öryggið verður á kostnað frelsisins en verðmiði frelsisins er óöryggi.
Frumskylda ríkisvalds er að gæta öryggis þegnanna. Ef ríkisvaldið verndar ekki borgarana taka þeir lögin í sínar hendur. Við vitum alveg hvað verður um frelsið við þessar kringumstæður. En það má helst ekki segja upphátt.
Árásarmennirnir felldir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.