Laugardagur, 3. júní 2017
Stórar hugmyndir og sterkir leiđtogar
Evrópusambandiđ er stór hugmynd í tilvistarvanda, skrifar George Soros. Loftslagsvá af mannavöldum er önnur stór hugmynd í tilvistarvanda. Jafnvel varkár mađur eins og Joseph E. Stiglitz splćsir lífshćttu loftslagsváarinnar viđ ađra hugmynd í hćttu, sem er alţjóđhagkerfiđ.
Soros nefnir sterka leiđtoga ađalandstćđinga Evrópuhugmyndarinnar og ţeir eru allir forsetar; Pútín í Rússlandi, Erdogan í Tyrklandi, el-Sisi í Egyptalandi og Trump í Bandaríkjunum. Stiglitz nefnir ađeins einn, en sá er líklega sterkastur af ţeim sterku - Trump.
Tilvistarvandi stórra hugmynda er ekki bundinn viđ vesturlönd. Um 20 prósent jarđarbúa, 1,6 milljarđur múslíma, burđast međ hugmyndina um ađ spámađur á Arabíuskaga hafi á ármiđöldum fengiđ uppskrift af jarđlífinu frá guđi. Múslímar eiga enga sterka leiđtoga og vandrćđi ţeirra eru ţví meiri, samanber ástandiđ í miđausturlöndum.
Í nettengdum heimi, ţar sem ódćđi í Kabúl er stórfrétt í Reykjavík fáeinum augnablikum síđar, er eftirspurn eftir stórum hugmyndum sem útskýra heimsástandiđ. Fólk vill skilning á tilverunni og stórar hugmyndir ramma einstaka atburđi í heildstćđa mynd.
En ţađ er líka eftirspurn eftir sterkum leiđtogum sem líklegir eru til ađ breyta ófremdarástandi í eitthvađ bćrilegra.
Sameiginlegt sterku leiđtogunum, sem nefndir eru hér ađ ofan, er ađ ţeir standa ekki fyrir stórar hugmyndir. Pútín og Erdogan gćta rússneskra og tyrkneskra hagsmuna. El-Sisi valdar innanlandsástandiđ í Egyptalandi. Jafnvel Trump er ađeins međ takmarkađa hugmynd: make America great again.
Stórar hugmyndir ţurfa spámann. Án Jesú vćri kristni neđanmálsgrein í sífelldum ófriđi ćttbálka fyrir botni Miđjarđarhafs. Lenín og Stalín gerđu kommúnisma ađ heimshreyfingu. Litli mađurinn međ frímerkjaskeggiđ braut Evrópu undir eina hugmyndafrćđi fyrir miđja síđustu öld.
Viđ sitjum uppi međ stórar hugmyndir í lífshćttu, sterka leiđtoga en engan spámann. Ráđlegging Voltaire er nćrtćk, um ađ í viđsjálum heimi ćttum viđ ađ rćkta garđinn okkar. En minnumst ţess ađ Voltaire veitti ráđiđ í ađdraganda frönsku byltingarinnar.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.