Styttra nįm, sjįlfręši og hótel mamma

Sķšustu įratugi hefur nįmsįrum unglinga fjölgaš. Um mišja sķšustu öld fór ungt fólk į vinnumarkašinn ķ kringum 16 įra, sem žį var sjįlfręšisaldurinn. Ķ dag byrjar fólk aš vinna heilsįrsstörf ķ kringum 25 įra aldur en fęr sjįlfręši 18 įra.

Heilsįrsstarf og aš stofna heimili helst ķ hendur. Fęstir stofna til heimilis įšur en žeir eru komnir ķ launaš starf. Tķmabiliš frį sjįlfręši til eigin heimilis er kallaš vistin į hótel mömmu.

Stytting nįms til stśdentsprófs um eitt įr og fyrirsjįanleg stytting išnnįms gęti veriš vķsbending um aš žróun sķšustu įratuga, žar sem ungt fólk dvelur ę lengur ķ foreldrahśsum, sé aš snśast viš.

Tvęr ašrar breytur ķ menntakerfi og į vinnumarkaši gętu haft įhrif ķ sömu įtt. Sś fyrri er aš konur fremur en karlar sękja ķ hįskólanįm. Hlutfall kvenna og karla ķ hįskólum stefnir ķ aš verša 60-40, konum ķ vil. Seinni breytan er aš nįm er ekki jafn mikiš metiš til launa og įšur į vinnumarkaši. Hįskólapróf gefur ekki sama forskot og įšur til launa, mišaš viš žį sem fara ekki ķ hįskóla.

Stślkur eru brįšgeršari en drengir og fyrr tilbśnar aš yfirgefa hreišriš, hótel mömmu. Dęmigert heimilishald ungs fólks gęti oršiš žetta: stślkan er ķ hįskólanįmi og elur börn en drengurinn hęttir um tvķtugt i skóla og veršur fyrirvinna.

 


mbl.is Hugmyndir uppi um aš stytta išnnįm ķ žrjś įr
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband