Nýjasti aumingjahópurinn: miðaldra karlkennarar

Auðvitað hlaut að koma að því. Þeir sem áður voru tákn valdsins í samfélaginu, miðaldra karlar, eru orðnir að fórnarlömbum. Miðaldra karlar eru stærsti hópurinn í röðum karlkennara, sem aftur er minnihlutahópur í kennarastéttinni. Eins og á æ fleiri vinnustöðum er sterkara kynið, konur, ráðandi í skólum landsins.

Miðaldra karlkennarar eru líklegastir til að verða fyrir einelti, andlegu ofbeldi og kynferðislegri áreitni í starfi, samkvæmt forsíðuuppslætti Morgunblaðsins. Frá 17. maí 2017 eru þeir offisíellt aumingjahópur.

Fyrirsjáanlega verða gerðar frekari rannsóknir um einkenni yngsta aumingjahópsins þar sem ólíkum hliðum eymdarinnar eru gerð skil. Eintök úr hópnum verða leidd fram í fjölmiðlum sem varpa ljósi á fyrirbærið; vælandi miðaldra karlar eru gott sjónvarpsefni.

Verst af öllu er að karlaborðin í kennarastofum landsins verða ekki lengur vettvangur umræðu um pólitík, fótbolta og sterkara kynið heldur játningahlaðborð ofsótts minnihlutahóps á viagra-aldri. Maður nennir varla í vinnuna eftir þessi ósköp.


mbl.is Karlkennarar áreittir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Far þú nú ekki líka að væla.

Ragnhildur Kolka, 17.5.2017 kl. 10:07

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

cry

Páll Vilhjálmsson, 17.5.2017 kl. 10:43

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Merkilegt er að lesa þá skipulegu afgreiðslu á því þegar einhverjir eru beittir óréttlæti, að þeir, sem fyrir því verða, eru afgreiddir sem vesælir og vælandi aumingjar. 

Ómar Ragnarsson, 17.5.2017 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband