Lýðurinn og valdakerfið

Lýðurinn hafnaði valdakerfinu í Brexit-kosningunum síðast liðið sumar og aftur þegar Trump varð forseti í haust. Macro forseti Frakklands er kynntur sem andspyrna gegn lýðvæðingu vestrænna stjórnmála.

Macron er beggja blands. Hann sem einstaklingur er afurð valdakerfisins. En hann sigraði frönsku forsetakosningarnar eftir að hann stofnaði nýja stjórnmálahreyfingu sem er í uppreisn gegn flokkakerfinu.

Lýðvæðing vestrænna stjórnmála, stundum kölluð popúlismi, sækir afl sitt í andstöðu við alþjóðavæðingu og aukið efnahagslegt misrétti á vesturlöndum.

Verkefni Macron, segir innvígður ESB-sinni, er að skera upp herör gegn spillingu í franska valdakerfinu annars vegar og hins vegar fá Þjóðverja í lið með sér að láta Evrópusambandið virka í samvinnu við Þjóðverja, sem eiga að borga brúsann.

Lýðurinn er óþolinmóður og Macron er enginn byltingarmaður. Forsetatíð Macron verður þyrnum stráð.


mbl.is Macron nýr forseti Frakklands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband