Ferðaþjónustan er sníkjudýr

Enginn ferðamaður kemur hingað í þeim tilgangi að sækja heim ferðaþjónustufyrirtæki. Útlendingar koma til Íslands vegna lands og þjóðar. Og ferðaþjónustan gerði nákvæmlega ekkert til að skapa Ísland eða þjóðina sem þar býr.

Á máli hagfræðinnar er ferðaþjónustan sníkjudýr; lifir á landi sem hún hvorki bjó til né getur gert nokkurt tilkall til að ráðstafa.

Ferðaþjónustan bítur höfuðið af skömminni með því að berjast um hæl og hnakka gegn sanngjarnri skattlagningu á atvinnugreinina.


mbl.is Ferðaþjónustan fagnar sjávarútvegsnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

"Vinstri Hjörðin" talar ekki lítið um fyrirhugaða virðisaukaskattshækkun á ferðaþjónustuna og ekki vantaði orðaflauminn í þeirri umræðu allri.  En árið 2012 heyrðist hvorki hósti eða stuna, frá þeim þegar Katrín Júlíusdóttir, þáverandi fjármálaráðherra , skellti inn lögum sem kváðu á um ÞRIÐJA virðisaukaskattþrepið. Þetta þrep átti að vera og varð 14% OG ÁTTU ÖLL FYRIRTÆKI Í FERÐAÞJÓNUSTUNNI AÐ FÆRAST UNDIR ÞAÐ, þetta þýddi að fyrirtæki í ferðaþjónustu, sem áður höfðu verið í 7% skatti fóru í 14%. Þessi lög voru nr.146/2012. Það varð svo eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnar Sjálfstæðisfloss og Framsóknar að fella þetta úr gildi með lögum nr. 79/2013 vegna þess að hugmyndin var að EINFALDA virðisaukaskattkerfið en EKKI AÐ FLÆKJA ÞAÐ.

Jóhann Elíasson, 10.5.2017 kl. 14:05

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Samkvæmt þessari kenningu erum við öll sníkjudýr, sem lifum í þessu landi. Um þjóðina alla gildir það sama og um ferðaþjónustuna að hún "lifir á landi sem hún hvorki bjó til né getur nokkurt tilkall til að ráðstafa." 

Ómar Ragnarsson, 10.5.2017 kl. 15:15

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Frekar heimskuleg yfirlýsing hjá ferðaþjónustunni. Í fyrsta lagi gilda önnur lögmál um fiskinn í sjónum og hvernig megi vinna hann á sem hagkvæmastan hátt. Í öðru lagi er ferðaþjónustan að gera út á óumdeilanleg fasta eign ríkis eða einkaaðila.

Ég er eiginlega sammála að þetta er snýkjulíf. Ferðaþjónustan er milliliðurinn sem gerir allt dýrara. Þó verður að viðurkennast að hún tekur ómakið af landeigendum með sínu vafstri, en á móti kemur að hún spyr engan um leyfi þegar hún selur aðgang að náttúruperlum sem sannanlega eru í eign annarra.

Ragnhildur Kolka, 10.5.2017 kl. 16:05

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ferðaþjónustu "eitthvað" fengu vægari skattbyrgði vegna þess að réttindalausum þrælum á Íslandi var sagt að hér á landi væri allt á hausnum.

Þá þurfti að styðja alla uppbyggingu á því sem gæti rétt við þessa svokölluðu "þjóðar-ríkis-skútu" sem okkur var sagt að væri á hausnum. Og valdhafar höfðuðu til samfélagsábyrgðar á öllum vígstöðvum. 

Vegna ó-réttra raunverulegra upplýsinga til flestra á Íslandi, frá fjölmiðlunarvaldhöfum heimsins, komust þeir valdhafar upp með að telja almenningi og alþingi trú um að það þyrfti að bjarga þessari svokölluðu ríkis þjóðarskútu.

Svo kom í ljós seinna að þetta var ekki hugsað til að bjarga almenningi í þjóðarskútunni á Íslandi skattpíningarinnar þrælalaunuðu. Heldur var þetta kúgunarbankandi bragð til þess hugsað að tryggja toppglæpaembættum innan svikastjórnsýslunnar á Íslandi einkaeignar forréttindi. Mafíueinkaréttindi til að skapa svona nokkurs konar London-fríríki "sjálfstæðis" mafíukónganna.

Afætur siðblindra valdhafaembætta á heimsveldis Breta-kúgandi og hryðjuverkalaga-NATÓ/NASA-blekkjandi þrælaeyjunni Íslandi fengu allt sitt í gegn fyrir mafíuna, með því að misbeita sínu heimskúgandi valdi.

Ekki nokkur einn einstaklingur né flokkur getur barist gegn svona kúgandi Breta-hryðjuverkum um allan heiminn. Hirðfíflagangur fjölmiðla er notaður til að sundra samfélögum, til að ekki finnist neinn sem vill standa gegn Breta-heimsveldis-bankandi hryðjuverkakúgurunum.

Það er auðvelt að berja niður, hóta, dópa og handrukkarabanka til hlýðni.

Ekki nokkur maður getur krafist marktækra svara frá hótuðum og kúguðum einstaklingum, sem af lögmanna/dómsstóla-mafíunni er stillt upp fyrir framan myndavélar mafíuránseigendanna opinberu fjölmiðla.

Ég hef fulla samúð með fjölmiðlafólki og öðrum sem ekki hafa tjáningarfrelsi, vegna hótana frá mafíum bankandi brjálæðisins í heiminum.

Þeir sem taka þátt í krossfestingar hjarðhegðun villimennskunnar og glæpaeigendanna sem stýra fjölmiðlum, eru fæddir með sjálfstæðan vilja og frelsi til að standa með sjálfum sér. Svo lengi sem skoðanir og frelsisathafnir skaða ekki aðra. Það er engu að tapa lengur nema áframhaldandi tortímingunni, ef fólk ákveður hvert og eitt að standa gegn spillingunni í heiminum.

Sumir eru svo sjúkir að þeir hafa ekki möguleika til að skilja þetta, og þá er það orðið heilbrigðis og mannréttindamál. Ekki fangelsismál.

Það ættu allir að setja sig í spor annarra sem þeir dæma af fáfræði sinni, og spyrja sig að því hvernig þeir myndu geta gert betur í sömu stöðu. (Ég gæti ekki sett mig 100% í spor annarra með réttmætum hætti).

Í raun er þetta óvinnandi verkefni, því engir tveir eru eins né hafa lent í því sama. Umburðarlyndi fyrir því sem maður skilur ekki er mikilvægt. Réttlát gagnrýni er lífsnauðsynleg á tjáningarfrjálsu jörðinni.

Þá er komið að samræðum og að því að leysa málin með mannúðlegum og siðmenntuðum og verjandi lausnum. Með eða án lagatúlkunar bókstafslögfræðingum. Það verður ekki lengra haldið á laga/dómstóla-túlkunarbraut glæpavillimafíu-heimsveldisbankandi tortímingu.

Hvort vill mannskepnu-stjórnsýslan stefna jörðinni og lífinu á jörðinni í algjöra glötun, eða hundsa glötunarvegferðargreiðandi lögmanna/dómsstóla-mafíukerfin, sem eru að stefna jörðinni með öllu sínu nauðsynlega og fjölbreytilega lífi, til algjörrar hnattsprengingar?

Er einhver sem skilur að valdið og lífið á jörðinni er ekki frá jarðneskum mönnum komið? Er ekki sagt að Ísland sé kristið samfélag? Þarf ekki að standa við það í lífi og starfi samfélagsins náungakærleikans? Hvað er annars þessi svokallaða kristni? Lögmenn og dómarar með siðferðislega heilbrigða samvisku myndu líklega segja að það kæmi þeim ekki við, í kristnu náungakærleikans réttlætis samfélagi allra "jafn" staðreyndarupplýstu?

Hvernig væri að senda Páfunum þessar spurningar?

Er ekki skattstjórinn á Íslandi með símanúmerið og netfangið í Vatíkaninu? Ekki er ég með þær upplýsingar um nettengingar og símanúmer hins háa skattræningja-Vatíkans.

Það verður ekki bæði sleppt og haldið í alheimsorkunnar karmalögmálinu.

Það svindlar enginn með raunverulegu guðsgullorkunnar kærleikslögmálið. Kirkjur hafa ekkert með það lögmál að gera, ekkert frekar en moskur. Náungakærleikurinn verður aldrei sterkari en það sem fer fram í hugarfari og sálarvilja hvers og eins.

Heilbrigð sál í hraustum líkama er öllum í siðmenntuðum samfélögum lífsnauðsynleg. Engin sál né líkami getur verð heilbrigð án lífsnauðsynlegrar alhliða næringar.

Guðsorkugullið er innra með hverjum manni og í jarðar og alheimsorkunni. Engir Páfakardínálar eða sprúttseljandi glæpabankar lögmannasvikanna og vísindasvikanna skóla geta keppt við raunverulegu alvaldsins alheimsöflin.

Hvernig væri það mögulegt að kenna 6 ára börnum það sem kennt er í Dale Carnegie? Áður en siðspillingin ofanfrástýrða heilaþvær blessað unga fólkið til eyðileggingar á þeirra eigin sálarsamningsvilja?

Hver á jörðinni þykist eiga Dale Carnegie fræðsluna og fleira uppbyggjandi, en skólayfirvalda niðurþaggaða?

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.5.2017 kl. 16:27

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það virðist gleymast að skattaafslátturinn var gefinn ferðaþjónustunni undir formerkjum neyðarástands eftir Eyjafjallagosið. Þá risu þeir upp og grátbáðu um hjálp út úr krísunni. Að auki tók ríkið að sér markaðsetningu upp á hálfan milljarð í Inspire Iceland herferðinni, sem er að mestu ábyrg fyrir þeim gífurlega vexti sem orðið hefur síðan.

spurning hvenær ferðaþjónustan ákveður hvenær neyðinni er lokið eða hvort það er í höndum ríkisins að meta. Þessi sérkjör hafa gert þessum geira kleyft að fara í miklar fjárfestingar og uppbyggingu, svo segja má að við höfum greitt það líka.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.5.2017 kl. 16:36

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég vil fá siðferðisvottun á ferðaþjónustuna og í raun hvaða atvinnustarfsemi sem er, ef út í það er farið. Ef fyrirtæki í ferðaþjónustu borgar ekki laun samkvæmt kjarasamningum, t.d. ef hún rekur sig á ólöglegu svörtu (ekki endilega samkvæmt húðlit) erlendu innfluttu vinnuafli, eða íslensku, þá fari fyrirtækið á sérstakan svarta lista. Mikilvægasta auðlindin er vinnuframlag fólksins og sú auðlind sem allra síst á að vera ókeypis. Landið bara er þarna og getur ekki unnið, en fólk getur unnið, ef það vill.

Theódór Norðkvist, 10.5.2017 kl. 17:39

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þ.e. ef fyrirtækið lendir á viðkomandi svörtum lista, þá sé fólk hvatt til að sniðganga það. Þessi svarti listi yrði síðan birtur á til þess gerðri vefsíðu. Eina leiðin til að stöðva glæpastarfsemi er að draga þá brotlegu fram til háðungar opinberlega.

Theódór Norðkvist, 10.5.2017 kl. 17:44

8 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Samkvæmt fréttum gengur plága afbókana yfir heimsbyggðina - vegna dýrtíðar. Á Booking.com er ástandið þó einna skást á Íslandi en daganna 1.júlí - 8 júlí 2017 er næstum því allt gistirými fullbókað!

Bókanir í júlí 2017:

Akureyri 96% (15 gististaðir)

Reykjavík 79% (65 gististaðir)

Kristiansand 76% (12 gististaðir)

London 73%

Benidorm 70%

Bergen 66% (41 gistastaðir, íbúar 270,000)

Majorka 66%

Calpe 64%

Flórída 63%

Kaupmannahöfn 62%

Jerúsalem 51%

Mekka 53%

Gautaborg 41% (57 gististaðir)

Berlín 49%

Kanaríeyjar 47%

Tenerife 47%

Munchen 39%

Tókýó 35%

Belgrad 31%

Osló 30% (114 gististaðir)

Bahamaeyjar 27%

New York 26%

Að vísu óttast ferðaþjónustan hörmungarnar næsta sumar næsta en það er allt að verða fullbókað í byrjun júlí 2018!

Benedikt Halldórsson, 10.5.2017 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband