Þriðjudagur, 9. maí 2017
Ferðaþjónustan vill lakari lífskjör á Íslandi
Ferðaþjónustan biður um lægra gengi krónunnar og lakari lífskjör til að lokka fleiri erlenda ferðamenn til landsins. Almannatenglar á snærum ferðaþjónustunnar búa til fréttir um að eymd og volæði blasi við ef feraþjónustan borgar skatt eins og aðrar atvinnugreinar.
Ferðaþjónustan vill verða farþegi á breiðum bökum vinnandi fólks; fá lægra gengi og skattleysi.
Ekkert mark er takandi á væli feraþjónustunnar. Gengi krónunnar ræðst af framboði og eftirspurn og allir Íslendingar, bæði almenningur og fyrirtæki, verða að búa við sama gengið. Þá er út í hött að ferðaþjónustan borgi lægri skatt en aðrar atvinnugreinar. Atvinnugreinin nýtir sér innviði landsins og skal því borga til samneyslunnar eins og aðrir. Einngi hitt að lægri skattur á eina atvinnugrein er ávísun á offjárfestingu.
Í stað þess að fara fram með lygum og blekkingum væri ferðaþjónustunni nær að taka til í eigin húsi og gera atvinnugreinina ráðsetta en ekki hluta af neðanjarðarhagkerfinu.
Taka Noreg fram yfir Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mæli frekar með að ferðaþjónustan LÆKKI álagningu á þjónustu sinni.
Ekki nóg með að ferðaþjónustan fái milljónir inn vegna lægra skakkþreps, heldu hitt að þeir eru með svakalega álagningu á þjónustuni.
Græðgin er að drepa þetta niður ekki sterk Króna.
Birgir Örn Guðjónsson, 9.5.2017 kl. 07:28
Fyrirmyndina fékk ferðaþjónustan hjá þeim sem mærðu hrikalegt fall krónunnar í Hruninu með tilheyrandi mestu skerðingu kaupmáttar og lífskjara í manna minnum.
Ómar Ragnarsson, 9.5.2017 kl. 07:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.