RÚV: skuggi Davíðs yfir sigri Macron

Einn af lífstíðarábúendum á RÚV, Óðinn Jónsson, er eins og Vöggur, litlu feginn, þegar hann kætist yfir sigri Macron í Frakklandi. Ekkert er vitað hvað Macron stendur fyrir, annað en að vera And-Le Pen.

Á RÚV er það ekki sigur Macron sem veldur straumhvörfum í pólitík, alþjóðlegri sem innlendri, heldur Davíð Oddsson.

Eyjan endurbirtir þessi orð RÚV-arans með lífstíðarábúðina: 

Ritstjóri Morgunblaðsins á ekki samleið með hófsömum evrópskum lýðræðissinnum. Hatrið á Evrópusambandinu er þvílíkt að hann ber blak af Marine Le Pen, líst bara vel á hana.

Til að hnykkja á fordæmingunni segir Óðinn að Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins gæti eins birst í ,,rússnesku Putin-blaði eða í málgögnum öfgasamtaka."

Nú er almennt viðurkennt að Brexit, sigur Trump í Bandaríkjunum og sókn Le Pen í Frakklandi eigi það sameiginlegt að vera andóf gegn valdaelítum sem sniðganga almannahagsmuni. 

Samkvæmt RÚV-aranum er Davíð uppreisnarmaður gegn valdastéttinni. En RÚV er varðhundur hennar.


mbl.is Trump og Pútín senda Macron kveðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þegar talið er saman þeir sem sátu heima, þeir sem skiluðu auðu (ógildu) og 34% Marine Le Pen náði Macron kjöri með 30-32% atkvæða þjóðarinnar. Og stór hluti þeirra var ekki til stuðnings honum heldur gegn Le Pen. Ekki skrítið að Óðinn Jónsson og RÚV séu að fara á taugum og dragi þá Davíð Oddsson inn í dæmið í von um að dreifa athyglinni.

Þau vita að fyrr eða síðar fattar almenningur að þetta er engin "yfirburðasigur" eins og álitsgjafi RÚV, Egill Helga, er að reyna að halda fram.

Ragnhildur Kolka, 8.5.2017 kl. 13:27

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er rangt mat að Trump eða Le Pen séu andóf gegn valdaelítunni. Þetta eru þjóðernispoppúlistar sem ala á fordómum og hatri og í tilfelli Trump vinnur hann gegn almannahagsmunum en með hagsmunum fjármálaveldisins og ríka fólksins. Til dæmis var það að afnema Obanacare og skilja þannig 24 milljónir manna eftir án sjúkratrygginga á næstu árum aðeins gert til að geta lækkað skatta á þá ríku og auka hagnað sjúkratryggingafyrirtækja enda styrkur þau verulega þá frambjóðendur Repúblíkana sem vildu afnema þessar opinberu sjúkratryggingar. 

Sigurður M Grétarsson, 8.5.2017 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband