Krónan og dollarahagkerfið

Bandaríkjadalur er ráðandi í útflutningstekjum Íslendinga. Yfir helmingur útflutningstekna er í dollurum. Stór hluti innflutnings er í sömu mynt, t.d. allur eldsneytiskostnaður.

Bretland með sterlingspundið er stærsti útflutningsmarkaður okkar í Evrópu.

Evran, sem sumir töldu að yrði ráðandi gjaldmiðill í viðskiptum okkar við útlönd, er langt í frá að ná þeirri stöðu. Þeir sem starfa í fjármálageiranum, t.d. bankastjóri Landsbankans, telja ekki að upptaka evru í stað krónu auki stöðugleika hér á landi.

Evra og Evrópusambandsaðild er dautt mál í umræðunni.


mbl.is Mestar tekjur í dollurum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Kr

 Hér er um ákveðna mistúlkun að ræða. Ál, olía og fleiri vörur eru seldar á heimsmarkaðsverði og er US dollar notaður sem viðmiðunargengi. Þetta þýðir meðal annars að ef dollar lækkar gagnvart öðrum gjaldmiðlum þá hækkar verð á hrávörunni. Þetta þýðir að ef einhver sem er að braska með td. gull þá getur hann reiknað með að gullverð hækki í US dollar ef gengi dollarans lækkar. Öðru máli gegnir þegar verið er að selja á „local“ mörkuðum þá  þýðir lækkað gengi þess lands sem flutt er til lægra verð. Td. hefur skilaverð á fiski sem fluttur er til Bretlands lækkað mikið með lækkuðu gengi Pundsins.

Þetta er mikil einföldun, auðvitað hafa fleiri hlutir áhrif á verð en mismunandi gengi.

Sjá td. Hér: http://marketrealist.com/2015/12/correlation-gold-oil/

Jónas Kr, 5.5.2017 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband