Sunnudagur, 30. apríl 2017
Guð, ofbeldi og samfélag
Guð, þessi kristni, birtist Íslendingum snemma sem ofbeldi. Ólafur Tryggvason Noregskonungur sendi til Íslands Þangbrand prest. ,,Hann var ofstopamaður mikill og vígamaður en klerkur góður og maður vaskur," skrifar Snorri.
Þangbrandur varð þiggja manna bani áður en hann sneri aftur til Ólafs og örvænti um kristnun Íslendinga. Ólafur hótaði að drepa alla Íslendinga í Noregi nema þeir tækju við Hvíta-Kristi.
Hagkvæmni og mögulega ótti við ofbeldi réð því að Íslendingar kristnuðust um sama leyti og Ólafur dó í orustunni við Svoldur. Málamiðlunin á alþingi 999/1000 var í þágu friðar og samfélagssátta. Íslendingar urðu kristnir að nafninu til, fyrsta kastið, en héldu heiðnum siðum. Goðarnir, sem áður voru heiðnir prestar, gerðust kirkjubændur. Allir undu glaðir við sitt.
Ofbeldi kemur við sögu í kristni allar aldir frá Rómverjum, sem gerðu kristni að ríkistrú, og fram á 19. öld. Jafnhliða ofbeldinu vex þeirri trúarsannfæringu ásmegin að Kristur, þessi eini sanni, boðaði ekki ofbeldi heldur trú, von og kærleika. Fái maður löðrung á kinn skal bjóða hinn vangann.
Kristni, síðustu hundrað árin eða svo, er mild útgáfa af hörðum sið. Eftir því sem trúin mildast verður trúræknin minni. Trúarsannfæring er óþörf í samfélagi sátta. Þar liggur munurinn á milli vestrænna þjóða, sem búa að kristni, og þjóða í miðausturlöndum er tilbiðja guð Múhameðs.
Ekkert ofbeldi í guðs nafni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er rangt að kristileg trúarsannfæring sé óþörf, þegar markmiðum kristinnar trúar, friði og velmegun er náð. Þó skipstjóri hafi fiskað vel í marga túra, getur hann ekki haldið því áfram, nema með því að halda áfram að róa. Sömuleiðis verða kristnir að rækta sína trú, eftir að hafa upplifað velgengni hennar vegna.
Það var boðskapur Krists til safnaðarins í Laódíkeu, sem margir telja að séu skilaboð til okkar tíma. Hann kallaði þá vesalinga og aumingja, sem sögðu að þeir þyrftu ekki lengur á Guði að halda.
http://biblian.is/Biblian/Default.aspx?Book=65&Chap=3
Theódór Norðkvist, 30.4.2017 kl. 11:00
Það á væntanlega ekki að vera neitt ofbeldi í KRISTINNI TRÚ:
http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/2194161/
Jón Þórhallsson, 30.4.2017 kl. 11:40
Ansi hefur Kristur verið umburðalaus og dómharður í meintu bréfi Páls til Laódíkeu, Teddi minn. Bréf sem talið er fölsun reyndar, en skítt með það. Það er rétt að benda á að Páll var ekki Kristur, hitti hann hvorki né sá, nefnir aldrei á nafn afrek hans né ævi, samfylgdarmenn, foreldra né nokkuð af því sem kemur fram í heimildinni einu, testamenntunum.
Veit ekki hvert straffið er við að leggja kristi orð í munn, en allavega er það ástæða ýmissra illra verka og fordóma í nafni hans.
Má vera að ritningarnar séu innblásnar af heilögum anda, en boðun þeirra, túlkun og eftirfylgni eru mannanna verk þar sem vantraust sjálfskipaðra málsvara guða á Guði sjálfum birtast í því að leggja honum meiningar og orð í munn og taka fram fyrir hendur honum i eftirfylgninni. Það er kannski helsta ástæðan fyrir að fólk verður afhuga þessu.
Jón Steinar Ragnarsson, 30.4.2017 kl. 11:42
Kristnir menn áttu mjög undir högg að sækja og sættu ofsóknum í Rómarveldi fram undir aldamótin 300.
Það var með valdatöku Konstantínusar keisara í upphafi fjórðu aldar að mikil umskipti urðu. Hann tók kristnina upp á sína arma og gerði hana að valdatæki ríkisins. Það var upphaf veraldlegs valds hinnar kaþólsku kirkju sem stendur að einhverju leyti til dagsins í dag þótt það sé nú varla svipur hjá sjón.
Íslam hefur hins vegar verið pólitíkst valdatæki frá upphafi.
Hörður Þormar, 30.4.2017 kl. 11:43
Páll er ekki samkvæmur sjálfum sér í dómhörkunni, hómófóbíu og kvemfyrirlitningu m.a. þegar á öðrum stað hann fullyrðir að kærleikurinn umberi allt. Maðúr sem praktíserar ekki það sem hann prédíkar ef varla marktækur og enn síður heilög málpípa almættisins.Ef Almættið er svo Almáttugt, sem það sjálft segir í bókinni, þá þarf það varla hjálp dauðlegra manna til að boða, dæma né refsa.
Jón Steinar Ragnarsson, 30.4.2017 kl. 11:50
Á þá við Pál postula að sjálfsögðu en ekki Vilhjálmsson. ;)
Jón Steinar Ragnarsson, 30.4.2017 kl. 13:13
Var að lesa blogg Thegodórs þar sem hann rifjar upp ofbeldið í gamla testamentinu. Þar var hefnigirndin þvílík að jafnvel kornabörn voru drepin fyrir syndir feðranna. Það hlýtur að vera gleðiefni að krisnir hafa á síðari tímum fallið frá þessu ofstæki og dregið úr " róðrinum"
Jósef Smári Ásmundsson, 30.4.2017 kl. 13:13
Íslam var í upphafi landvinningastefna án nokkurs trúarlegs undirtóns. Gripdeildir og landvinningar í afríku og sunnanverðri evrópu.
Moskur og klerkar komu svo síðar sem einhverskonar stjórarráð til að hemja kúgaðan og hertekinn lýðinn. Pápískan og Íslam voru ekki ölík að þessu leyti, hótuðu eilífri refsingu handan lífs ef lýðurinn gengdi ekki.
Jón Steinar Ragnarsson, 30.4.2017 kl. 13:30
Sælir og blessaðir.
Spakir að venju.
Biblían er að einhverju leyti saga manna.
Ýmislegt er haft eftir Jesú, sem er harla gott.
Einnig má skoða ýmislegt frá spámanninum, Nikola Tesla.
Báðir komu með hjálp til fólksins.
Jesú, með fyrirgefninguna, og skýringuna, á tönn fyrir tönn, og fyrirgefning, fyrir fyrirgefningu.
slóðir
------Jóhannesarguðspjall, Kafli 14, vers 6------
Velt vöngum um Bíblíuna. Tönn fyrir tönn. Fyrirgefning fyrir fyrirgefningu. EINFALT
Never mind that Nikola Tesla spoke 8 languages, had 700 patents, Invented 80% of our modern technology, or that almost every thing electric is his inventions...the one thing that he talked about in depth, that nobody seems to mention is "Intuition".
Bið ykkur vel að lifa.
Egilsstaðir, 30.04.2017 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 30.4.2017 kl. 13:35
Gamla testamenntið höfðaði aðeins til einnar þjóðar og kynflokks sem tók sér geistlegt bessaleyfi til að verða rétthærri öllum öðrum hér á jörðu. Aðrir höfðu engan tilverurétt samkvæmt þeim heimatilbúna guði. Jesú gerði engum greiða með að heimfæra þá sturlun upp á alla aðra er játtust honum. Múslimir köpíeruðu svo ósköpin og tóku sér þennan rétt líka og þar með varð fjandinn laus. Sjálfur Gabríel erkiengill dikteraði trúarsetningar múslima. Sjálfur ættfaðir Gyðing, Abraham og allrir hinir, Móses, Jesú og allir hinir eru í kóraninum sem spámenn þeirrar túar. Engin furða þótt það æri menn óstöðuga að finna botn í þetta rakalausa rugl.
Jón Steinar Ragnarsson, 30.4.2017 kl. 13:40
Jón Steinar Ragnarsson
Ekki elta ólar við ruslið.
Skoða það sem er athyggliverðast.
Þegar við, venjulegir menn, venjulegir ormar í hrúgunni, förum að nýta nústaðreyndatrúna, til að skýra málefnin, þá verður okkur oft fótaskortur í skilningnum.
Jónas Gunnlaugsson, 30.4.2017 kl. 13:54
Jón Steinar, þetta er úr Opinberunarbókinni, ekki bréfi Páls til Laódíkeu.
Theódór Norðkvist, 30.4.2017 kl. 19:12
Var í kvöld að leita á youtube og google að sungnum sálmi sem mér finnst svo afskaplega innihaldsríkur og fallegur.
Það var frekar langsótt að finna sannkristins manns söng á þessum leitarvélum nútímans tækni.
Fann loksins einlægan söngvara lagsins sem mig langaði að heyra.
Ó þá náð...
Þar var Jón Stefánsson frá Möðrudal, sannur hjartakærleikans söngvari sem ég fann loksins á netinu söngvafærandi. Það var nokkuð langsótt að finna einhvern sem syngur þetta innihaldsríka og dýrmæta sálmasönglag á youtube og google. Undarlegt að uppgötva þann skort á ekta efnivið, hjá "sann"kristinni þjóð sem telur sig vera netorkugjafanna verð?
Takk RÚV, fyrir þennan sanna og fallega söng, um sanna hjartans ljósgullið sem aldrei fær verðuga athygli, hjá hjartagullsnauðum græðginnar stjórum veraldar-vefnaðarins misvandaða, og "matsfyrirtækjanna" veraldlegu verðmætamatsmönnum.
Ó þá náð að eiga sanna trú á hið góða í veröldinni.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.4.2017 kl. 22:41
Ég er fyrst núna að sjá þennan vefsíðupistil Páls Vilhjálmssonar. Hann er enginn kirkjusagnfræðingur, og iðulega má sjá rangt mat hans á kristindómi og sögu hans.
Þó tekur steininn úr og kastar tólfunum, þegar Jón Steinar Ragnarsson tekur til máls! Það er raun að því að horfa upp á slík skrif og slíka affrægingu kristinnar trúar.
Þessi frægu og fallegu orð eru úr nákvæmlega sama kaflanum og Theódór vitnaði til hér ofar (þeir, sem þekkja sitt Nýja testamenti, vita, að hér talar Kristur, enda er þetta o.fl. í Opinberunarbókinni haft með í ágætri, fræðilega vel unninni samantekt á íslenzku: Orð Jesú Krists, að mig minnir í samantekt sr. Þorvaldar heitins Jakobssonar í Sauðlauksdal, um miðja 20. öld):
"Ég stend við dyrnar og kný á. Ef einhver heyrir raust mína og lýkur upp dyrunum, mun ég fara inn til hans og neyta kvöldverðar með honum og hann með mér. Þann, er sigrar, mun ég láta sitja hjá mér í hásæti mínu eins og ég sjálfur sigraði og settist hjá föður mínum í hásæti hans." (Opb.3.20-21)
Jón Valur Jensson, 1.5.2017 kl. 00:17
Ég veit ekki hvar maður væri,tryði maður ekki á Krist son guðs svo oft hefur það skipt sköpum.- Mér dettur ekki í hug að halda fram að ég skilji allt sem skrifað er í Bibliunni. Ég hef spurt mér nákomna þegar svo ber undir úr Gamlatestamentinu,en fjallræðan og dæmisögur Jésús eru minn helgidómur.
Helga Kristjánsdóttir, 1.5.2017 kl. 03:45
Það er vissulega þörf á þeirri trúarsannfæringu sem Jesús gaf: Elskið hver annan.... og allt sem þér viljið að aðrir menn geri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.
Að bera saman Krist og Múhameð, eins og höfundur gerir, er ekki rökrétt. Kristur stöðvaði lærisvein sinn þegar hann bra sverði, og læknaði. Múhameð boðaði hins vegar sinn boðskap með sverði, líkt og Isis í dag.
Kristin trúarsannfæring breytti mínu lífi og margra annarra sem ég þekki, og það er einmitt þessi boðskapur sem hefur lagt grunninn að því frelsi, sem hinn vestræni heimur lifir við í dag.
Að bera saman kristna kenningu og íslam eins og höfundur gerir hér er algjör fáviska og ber vitni um þá blekkingu sem fólk " velur " að lifa í, á okkar tímum.
Kristinn Ásgrímsson, 1.5.2017 kl. 11:31
Þakka ykkur, Jón Valur og Kristinn Ásgríms, fyrir ykkar athugasemdir. Það er gott að fá aðstoð frá svona þungavigtarmönnum í trúnni á Jesú Krist. Umræðan var komin á frekar lágt plan þangað til þið, komuð inn með ykkar fínu innlegg, ásamt Önnu og Helgu, góð og jákvæð innlegg þar líka. Ég hef engu við ykkar orð að bæta.
Theódór Norðkvist, 1.5.2017 kl. 16:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.