Samfélagsmiðlar og siðfræði kjarabaráttu

Siðaráð Kennarafélags Íslands beinir tilmælum til kennara að þeir ræði sín á milli stöðu umræðunnar innan stéttarinnar. Í orðsendingu siðaráðsins segir m.a.:

Tilkoma samfélagsmiðla þar sem auðvelt er að koma skoðunum sínum á framfæri hafa til dæmis gert mörk einkalífs og vinnu óljósari sem og skoðanaskipti beinskeyttari.

Þrjár síðustu reglur siðareglna kennara fylgja með en þær lúta að innbyrðis samskiptum kennara.

 

  • Vinnur með samstarfsfólki á faglegan hátt.
  • Sýnir öðrum fulla virðingu í ræðu, riti og framkomu.
  • Gætir heiðurs og hagsmuna stéttar sinnar.

Samfélagsmiðlar auðvelda fólki að hafa skoðun, þar með talið um kjarabaráttu. Samfélagsmiðlar eru opnir allan sólarhringinn alla daga ársins. Þeir sem gefa sig í félagsstörf fá aldrei frí frá umræðunni.

Og umræðan er óvægin, ekki síst hjá kennurum. Eftir því sem magnið eykst myndast hvati til að taka sterkara til orða. Vammir og skammir og samsæriskenningar eru daglegt brauð í umræðuhópum kennara á fésbók.

Þess vegna þarf umræðu um umræðuna.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband