Frakkland, Evrópa í uppnámi

Fjórir frambjóðendur eiga möguleika að komast í seinni umferð forsetakosninganna í Frakklandi: þjóðernissinni - Le Pen, sósíalisti - Mélenchon, miðjumaður - Macron og íhaldsmaður - Fillon.

Róttækasta niðurstaðan yrði að Le Pen og Mélenchon næðu seinni umferðinni. Þau eru bæði andvíg Evrópusambandinu og boða uppstokkun á ríkjandi fyrirkomulagi.

Líklegast er að Le Pen og miðjumaðurinn Macron nái seinni umferð. Og nær allar spár gera ráð fyrir að Macron yrði sigurvegari í þeim slag.

Fjölmiðlar, t.d. Guardian og Telegraph, segja kosningarnar þær mikilvægustu í seinni tíma sögu Frakklands. Ekki síst vegna þess að niðurstaðan gæti orðið banabiti Evrópusambandsins.

Síðustu tvö ár hafa múslímskir hryðjuverkamenn orðið 230 manns að bana í Frakklandi. Múslímar eru um 8 prósent af íbúafjölda landsins. Allt frá frönsku byltingunni fyrir 200 árum er trúarstef víkjandi í stjórnmálum. Herskáir múslímar breyta þeirri stöðu. Uppgangur þeirra veldur misklíð í landinu þar sem ósætti er um hvernig skuli brugðist við.

 


mbl.is Mikil öryggisgæsla í Frakklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Er það hagur EVRÓPU  að ESB leysist upp og að allar þjóðir þar innanborðs taki aftur upp gjaldmiðil síns lands?

Eða gæti það verið ráð að esb myndi falla frá kröfum um frjálst flæði vinnuafls og leyfa hverri þjóð fyrir sig að ráða sínu innflytjendaflæði sjálft           og ESB myndi halda sínu mynt-samstarfi áfram?

Jón Þórhallsson, 23.4.2017 kl. 10:34

2 Smámynd: Aztec

Femínistar eru átakanlega hljóðir um þessar kosningar, þótt mikill möguleiki sé á að Frakkar fái sinn fyrsta kvenforseta. Gæti það verið vegna þess að Le Pen ætlar að gera eitthvað við vandamálin varðandi islamistana, sem virðast vera góðir vinir femínistanna af vinstripólítískum ástæðum. Íslenzku femínistarnir, sem gátu varla vatnið haldið þegar Vigdís, fyrsti íslenzki kvenforsetinn var kjörinn, hafa heldur ekki lýst aðdáun á Le Pen, sem hefur staðið sig vel gegn heilum hóp af karlframbjóðendum. Gæti það verið vegna þess að hún er föðurlandsvinur, hugtak sem femínistarnir og í raun allt vinstraliðið geta ekki sætt sig við?

Ef Le Pen sigrar og setur Frexit í gang, þá mun ESB endanlega hrynja. Það verður blessun fyrir Evrópu.

- Pétur D. 

Aztec, 23.4.2017 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband