Offjárfesting í ferðaþjónustu

Ferðaþjónusta verður að borga sama virðisaukaskatt og aðrar atvinnugreinar. Offjárfestingar í greininni undanfarin ár sýna ótvírætt að opinber niðurgreiðsla á einni atvinnugrein skapar ójafnvægi.

Á meðan vinnuafl og fjárfesting fer í ferðamannaþjónustu sitja aðrir þætti á hakanum, t.d. íbúðabyggingar

Einn virðisaukaskattur án undanþága er jafnræði og minnkar hættu á óstöðugleika.


mbl.is Uppbygging í uppnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ríkið vill draga úr innflutningi ferðamanna með því að auka álögur á þá. Út af fyrir sig er rétt að láta ferðamenn greiða meiri virðisaukaskatt, en þá verður skattlagningin líka komin í efri mörk.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 22.4.2017 kl. 12:48

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ferðaþjónustan þarf að greiða 24% VSK af aðkeyptu efni og vinnu líkt og aðrir í atvinnurekstri.  Undanþágan snýst um að ferðaþjónustan innheimtir aðeins 11% VSK af tekjum sínum og fær þar með endurgreiddan mismuninn úr ríkissjóði ef svo ber undir.  Það er nefnilega býsna mikill munur á 24% innskatti og 11% útskatti fyrir hvaða rekstur sem er.

Kolbrún Hilmars, 22.4.2017 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband