Föstudagur, 21. apríl 2017
Gjaldmiðlar falla, ekki krónan
Stóru gjaldmiðlarnir evra, pund og dollar falla og reyndar nærri allir aðrir gagnvart krónu. Nei, ástæðan er ekki að krónan og íslenska hagkerfið beri höfuð og herðar yfir öll önnur.
Íslenska krónan ber nú um stundir þess merki að hagkerfið sé stöðugt. Erlendis er óstöðugleiki. Bæði setja skammtímaatburðir, t.d. frönsku kosningar, gjaldmiðla í uppnám en einnig fréttir af hökti hagkerfa t.d.þess breska.
Undirliggjandi óstöðugleiki margra stórra hagkerfa, ekki síst evru-svæðisins, er að allt frá 2008-kreppunni er keyrð núllvaxtastefna, kölluð peningaprentun, sem er ekki sjálfbær. Spurningin er hvort blaðran springur með hvelli, ef Le Pen verður forseti, svo dæmi sé tekið, eða hvort takist að vinda ofan af ókeypis peningum handa höktandi efnahagskerfi.
Hvort heldur sem verður getum við verið sátt við íslensku krónuna.
Athugasemdir
Hvenær ætla menn að skilja að kostirnir eru mun fleiri en gallarnir? það skilja þeir sem hugsa eitthvað hlutlægt og eru ekki með Samfó-eða Viðreisnarspeldi fyrir augunum.
Halldór Jónsson, 22.4.2017 kl. 23:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.