Byggt fyrir ferðamenn, ekki ungt fólk

Ferðaþjónusta er niðurgreidd með því að virðisaukaskattur er þar lægri en í öðrum atvinnugreinum. Fjárfestingar leita eftir arðsemi og fara fremur í uppbyggingu á gistirýmum fyrir ferðmenn en að byggja íbúðarhúsnæði fyrir ungt fólk.

Andríki tekur saman helstu rökin fyrir jafnari aðstöðu atvinnugreina. Þar segir:

Til stendur að lækka almennt þrep virðisaukaskatts úr 24% í 22,5%. Takist það verður almenna þrepið lægra en það hefur nokkru sinni verið frá upptöku virðisaukaskattsins fyrir rúmum aldarfjórðungi. Samhliða verður undanþágum frá almenna skattinum fækkað. Verð á flestum neysluvörum Íslendinga mun lækka við þessar breytingar og ætti það að leiða til lækkunar á vísitölu neysluverðs og þar með lækkunar á verðtryggðum lánum.

Lækkun á neysluverði, lægri lánskjör og lægra húsnæðisverð er í þágu almennings, ekki síst ungs fólks. Þeir sem leggjast gegn lægri og jafnari virðisaukaskatti tala ekki fyrir almannahagsmunum heldur sérhagsmunum.


mbl.is Íbúðaverð eins og árið 2007
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

það er nokkuð ljóst að það þingfólk sem er andsnúið þessum breytingum eru ekkert annað en ótíndir lobbyistar og varðhundar fyrir sérhagsmunahópa.

Hrossabrestur, 21.4.2017 kl. 07:27

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það vita það allir sem vilja vita að undanskot frá skatti í ferðaþjónustunni eru alveg gífurlega mikil.HALDA MENN AÐ ÞAÐ SÉ EITTHVAÐ MINNI GLÆPUR AÐ SVÍKJA UNDAN SKATTI Í LÆGRA ÞREPINU HELDUR EN Í ÞVÍ HÆRRA???? cool

Jóhann Elíasson, 21.4.2017 kl. 12:06

3 Smámynd: Hrossabrestur

Góður Jóhann, þetta er náttúrlega alveg yfirgengilegur vesældómur hjá yfirvöldum að láta undanskot ferðaþjónustunnar og annara viðgangast.

Hrossabrestur, 21.4.2017 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband