Endalok vestrænnar siðmenningar

Endalok vestrænnar siðmenningar gæti borið að snögglega, þegar næg spenna hefur hlaðist upp. Eða að siðmenning okkar fjari út hávaðalaust.

Það er erfitt að spá, sérstaklega um framtíðina. Þrátt fyrir klisjuna er ómótstæðilegt að prófa framtíðarspekt og það gerir BBC í samvinnu við fólk með fræðititla.

Efnahagslegur ójöfnuður, hlýnun jarðar, umbrot í miðausturlöndum, sundurþykkja frjálslyndra vestrænna ríkja eru veigamiklir þættir heimsendaspámennskunnar. Sumir telja upphaf endalokanna hafið með 2008-kreppunni, Brexit, kjöri Trumps og uppgangs Ríkis íslams.

Spámennskan er eitthvað aðeins meira en bölsýnt föndur um hvað koma skuli byggt á framreikningum á núverandi stöðu. Ekkert samfélag stendur í stað og breytingar eru hluti af tilverunni eins og við þekkjum hana. Vestræn siðmenning er giska gömul. Venja er að marka upphaf hennar við Forn-Grikki fyrir 2500 árum. Ætli hún lifi ekki nokkur ár enn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það eitt gerir mann viti firrtan að hugsa um hvar sé ekkert! 

Helga Kristjánsdóttir, 21.4.2017 kl. 03:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband