Miðvikudagur, 19. apríl 2017
Guðlast er skortur á kímnigáfu
Múslímar geta ekki hlegið að guði líkt og kristnir, skrifar fyrrum múslími Hamed Abdel-Samad í ævisögu Múhameðs spámanns. Þegar múslímar æða um götur til að drepa guðlastara er það ekki af ást og virðingu fyrir guði heldur af örvæntingu yfir glataðri trúarmenningu.
Múslímsk trúarmenning er á sama stigi og sú kristna við lok miðalda. Kristnir dunduðu sér við að brenna fólk fyrir villutrú i tvö hundruð ár á meðan þeir fundu guð til að hlæja að. Múslímar drepa hvern annan og villutrúarmenn utan eigin raða vegna spéhræðslu.
Trúarmenning sem þolir ekki skop snýst upp í fasisma, segir Hamed Abdel-Samad. Líklega er það rétt hjá honum.
Æstur múgur myrðir guðlastara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.