Che Smári: gagnrýni á sósíalista er hótun

Óstofnaður Sósíalistaflokkur Íslands er kominn í gírinn. Aðalritarinn, Che Smári, segir gagnrýnendur flokksins hafi í frammi hótanir. Bloggaranum Jónasi Kristjánssyni varð á að halla flokknum orði og var óðara rekinn úr samkvæminu.

Í ætt við sósíalistaflokka austan tjalds fyrr á tíð líðast ekki sjálfstæðar skoðanir. Þeir sem ekki fylgja flokkslínunni í hvívetna komast að því fullkeyptu.

Che Smári lifir sig inn í hlutverkið, eins og hann jafnan gerir, hvort heldur sem málpípa auðmanna eða fátæklinga.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

"Che Smári lifir sig inn í hlutverkið, eins og hann jafnan gerir, hvort heldur sem málpípa auðmanna eða fátæklinga."

Stórbrotinn hugsjónamaður.

Halldór Jónsson, 18.4.2017 kl. 21:53

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Segir Gunnar Smári að innan Sjálfstæðisflokksins sé „hellingur af fólki án sómakenndar sem veigri sér ekki við að „ausa skít og óþverra“ yfir fólk, sósíalistar taki þessu fagnandi.

Það var auðvitað

Halldór Jónsson, 18.4.2017 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband