Trump, Pútín og Erdogan: plott á mörgum hćđum

Pútín og Erdogan urđu vinir eftir misheppnađa stjórnarbyltingu gegn Erdogan síđast liđiđ sumar. Vesturveldin urđu óvinir Erdogan enda grunar Erdogan meinta vini sína í Nató um stuđning viđ byltingartilraunina.

Trump tók viđ embćtti um áramótin og virđist ćtla ađ bćta samskiptin viđ Erdogan, sem bćđi glímir viđ innanlandsvanda og erfiđleika viđ suđurlandamćrin ţar sem Kúrdar gera sig líklega ađ stofna sjálfstćtt ríki međ stuđningi Bandaríkjanna.

Helsta bandaríska tímaritiđ um utanríkismál, Foreign Affairs, segir bandalag Pútín og Erdogan ástlaust hagkvćmnihjónaband. En ţjóđríki ţurfa ekki ást, ađeins sameiginlega hagsmuni.

Í áratugi er Tyrkland helsti bandamađur Bandaríkjanna í gáttinni ađ miđausturlöndum. Flugbćkistöđ Bandaríkjanna í Incirlik er notuđ til árása- og eftirlitsflugs í Sýrlandi og Írak. Duldar hótanir Tyrkja ađ loka stöđinni sýna hve súrt var á milli Erdogan og Obama-stjórnarinnar.

Ţrátt fyrir hagkvćmnihjónaband Erdogan og Pútín er aldagömul saga misklíđar Rússa og Tyrkja í ţessum heimshluta. Trump gćti nýtt sér ţađ.

En mađurinn sem gćti samhćft ţremenningana Trump, Pútín og Erdogan í einu bandalagi heitir Alexander Dugin, kallađur Raspútín Pútíns, međ vísun í munkinn sem naut trúnađar síđustu keisarafjölskyldu Rússlands. Samkvćmt Bloomberg er Dugin mađurinn sem sćtti Pútín og Erdogan. Og Dugin er ađdáandi Trump.

Í plottinu í kringum hérađshöfđingjana ţrjá er nćrliggjandi heimsálfa algerlega útundan. Hún heitir Evrópa og er án marktćks hérađshöfđingja í alţjóđamálum.


mbl.is Trump óskar Erdogan til hamingju
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband