Mánudagur, 17. apríl 2017
ESB-sinni gefst upp: hvað gera Viðreisn og Samfylking?
Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, var ESB-sinni og starfaði með samtökum sem vildu Ísland inn í Evrópusambandið. Jón skrifar grein þar sem hann lýsir yfir að aðild Íslands að ESB sé ekki lengur á dagskrá - a.m.k. ekki í fyrirsjáanlegri framtíð.
Misheppnaða ESB-umsókn Samfylkingar frá 16. júlí 2009 var dauð úr öllum æðum áramótin 2012/2013 þegar ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna lögðu hana á ís.
ESB-sinnar reyndu þó að halda lífi í umræðunni. Heill stjórnmálaflokkur, Viðreisn, var stofnaður um endurnýjaða aðildarumsókn.
Úrsögn Breta úr Evrópusambandinu, Brexit, skýtur loku fyrir allar frekari áætlanir ESB-sinna á Íslandi að sækja um aðild. Flokkarnir tveir sem helga sig málefninu, Samfylking og Viðreisn, eiga sér ekki tilvistarvon með ESB-aðild sem baráttumál.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.