Tyrkir kjósa múslímskt einræði

Í hundrað ár reyndu Tyrkir að veraldarvæðast, hverfa frá múslímskum miðöldum til vestrænna siða og hátta. Erdogan forseti skrúfar klukkuna tilbaka og múslímavæðir Tyrkland undir einræðisstjórn. Tyrkir samþykkja ráðslagði í þjóðaratkvæði.

Vegferð Tyrkja frá vestrænum gildum til miðalda er enn eitt dæmið um að trúarmenning múslíma verður ekki samrýmd lýðræði, jafnrétti og mannréttindum.

Vesturlönd ættu að gleyma öllum áformum um að nútímavæða miðausturlönd. Múslímar eru einfaldlega á öðru menningarstigi en vesturlönd.


mbl.is Meirihluti sagði já
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er einfaldlega bull að lýðræði geti ekki blómstrað í islömsku ríki þó það virðist nú vera að líða undir lok í Tyrkjaldi. Þetta gerðist líka í hinu kristna Þýskalandi á fjórða áratug síðustu aldar þannig að þetta er ekki bundið við múslimsk ríki. En það er sorglegt að lýðræði sé að líða undir lok í Tyrklandi.

Sigurður M Grétarsson, 16.4.2017 kl. 17:14

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sigurður M., hvað veldur því að þú finnur þig knúinn til að verja gjörðir þessara villimanna, ertu kannski einn af þeim sem þeim hefur tekist svo vel við að HEILAÞVO???????

Jóhann Elíasson, 16.4.2017 kl. 18:10

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Erdogan er á pari við fávitann í Norður-Kóreu. Nokkurskonar nýr Adolf Hitler tuttugustu og fyrstu aldarinnar. Var ekki Tyrkland á leið í Evrópusambandið um tíma, eða misminnir bjálfann mig herfilega? Undarlegt verður þó að teljast hve bandaríkjamenn virðast hafa litlar áhyggjur af þessari þróun. "Aðstaðan" í Tyrklandi er svo mikilvæg þeim, altso USA, að hvað svo sem tyrkneska þjóðin kýs yfir sig, verður það aldrei að raunveruleika, nema USA hafi samþykkt það fyrirfram. Hvar hræsnin liggur, læt ég öðrum betur upplýstum, um að dæma. Norður-Kórea er engin ógn við nokkuð annað en sjálfa sig. Fávitar og illa skólaðir fréttamenn á veraldarfréttamiðlunum sjá alfarið um að þenkjendi fólki er ekki veitt hlutlausar fréttir.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 16.4.2017 kl. 23:39

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jóhann Elíasson Hvenær hef ég varið gjörðir einhverra villimanna? Ég er bara að benda á hið augljósa sem allir sjá sem vilja að þetta er ekki bundið við trúarbrögð heldur valdasjúka einstaklinga. Pútín er svipaður og Erdoban. Hann er að mestu búinn að afnema frelsi fjölmiðla og skapa sér nokkurn vegin einræðisstöðu og er að ógna nágrönnum sínum. Hann er kristinn en ekki múslimi.

En talandi un fólk sem er að réttlæta gjörðir grimmra villimanna þá eru margir hér sem styðja hið grimma hernámsveldi Ísrael sem er alveg rannsóknarefni hvernig fólk sem gefur sig út fyrir að vera kristið og sæmilega þenkjandi siðferðislega getur stutt þá grimmd sem þeir sýna.

Sigurður M Grétarsson, 17.4.2017 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband