Óvænt þróun í Frakklandi - kommúnisti sækir fram

Marine Le Pen er með 24 prósent fylgi í Frakklandi, miðjumaðurinn Emmanuel Macron mælist með sama fylgi. Þessi tvö eru líklegust til að komast í aðra umferð forsetakosninganna. En þriðji frambjóðandinn, Jean-Luc Mélenchon, gæti sett strik í reikninginn.

Mélenchon nýtur stuðnings franska kommúnistaflokksins. Hann vitnar í Maó formann og Hugo Chavez, sem gerði sósíalistatilraun í Venesúela. Mélenchon er í stórsókn, mælist með 18 prósent fylgi.

Telegraph segir fjöldafundi Mélenchon draga að sér tugþúsundir sem vilja róttækt brotthvarf frá frjálshyggjupólitík. Almennt er talið að Mélenchon taki fremur fylgi frá Macron en Le Pen.

Le Pen og Mélenchon eru bæði gagnrýnin á Evrópusambandið og höll undir Pútín Rússlandsforseta. Le Pen er með smekk fyrir Donald Trump en Mélenchon ekki.

Fari svo að þau tvö bítist um forsetaembætti Frakklands, með því að verða efst í fyrri umferð forsetakosninganna 23. apríl, er komin upp sérstök staða í vöggu borgaralegs lýðræðis í Evrópu.


mbl.is Vilja aflétta friðhelgi Le Pen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Öfgar kalla á öfgar. Miðjan er best.

Wilhelm Emilsson, 14.4.2017 kl. 21:02

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Frönsk Framsókn!?

Helga Kristjánsdóttir, 15.4.2017 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband