Þriðjudagur, 11. apríl 2017
Rússland er ekki vandamálið
Rússland bjó ekki til ófriðarbálið í miðausturlöndum. Innrás Bandaríkjanna í Írak 2003 og innanlandsátök í Sýrlandi og Líbýu gáfu herskáum íslamistum færi á að styrkja sig. Rússar komu inn í atburðarásina eftir að hún hófst.
Vestræn ríki, Bandaríkin fyrst og fremst, bera meginábyrgð á stöðu mála - að því leyti sem vandinn er ekki heimatilbúinn.
Rússland ætti að vera hluti af lausn vandans. Til að það gangi eftir er smámál í Úkraínu sem þarf að leysa.
Beita Rússa ekki efnahagsþvingunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Rússar hafa staðið í átökum við herskáa Islamista um áratugaskeið. Þeir réðust inn í Afganistan fyrir rúmum 37 árum. Þeir hafa lagt til vopn og áróður gegn Israel. Nei, þeir eiga vitanlega engan þátt í ófriðarbáli Miðausturlanda ... kanntu annan?
Ólafur Als, 11.4.2017 kl. 23:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.