Sunnudagur, 9. apríl 2017
Menningarlegt sjálfshatur
Kristni er menning okkar. Við getum virt menningu okkar eða fyrirlitið. Virðing er sýnd með því að leyfa siðum og venjum að hafa sinn gang þótt maður sjálfur leggi ekki stund á. Það gildir ekki aðeins um kristni. Tónlistarnám og listdans er ekki allra en engum dettur í hug að efna til mótmæla vegna þess að sumir finna sig í að læra tónlist og stunda listdans.
En iðulega fetta skipulögð samtök fingur út í kristnihald, til dæmis Píratar og Vantrú.
Menningarlegt sjálfshatur segir mest um þá sem það stunda.
Athugasemdir
Geturðu kallað það menningarlegt sjálfshatur þegar fólk gagnrýnir það sem það tilheyrir ekki.
Annars eru þetta ótrúleg ofstækisskrif. Trúlausir hafa gert þetta í fjölda ára. Þeir halda bingó á austurvelli til að mótmæla lokunum og skemmtanabanni á páskum, þar sem hefðir eins trúhóps eru látnar yfir alla ganga. Þetta er meira til gamans og áminningar en nokkuð annað.
Áður fyrr var bannað að syngja og dansa af þessum heilagleikans postulum og þetta eru leyfar af því og tóm forneskja.
Það er svo enginn skikkaður í tónlistarnám eða listdans frá fæðingu. Börn eru vígð inn í þetta án þess að hafa nokkuð um það að segja og síðar borið á þau fé til að staðfesta.
Getur þú ekki unað fólki að hafa skoðanir Páll? Mér sýnist hatrið koma úr þinni átt.
Mikið gott að menn eins og þú hafi ekki alræðisvöld.
Að segja að Kristni sé menning okkar án frekari rökstuðnings jaðrar við trúarfanatík á borð við þá sem þú gagnrýnir helst hjá Múslimum.
Þessi smásálarkveisa þín líður hjá. Þú færð kannski einhverja hugfró af að nugga þér utan í Krist og kannski það sé tilgangurinn með svona hræsni. Svona sjálfshelgun fyrir páskana.
Lítill ertu nú fyrir mann að vera.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.4.2017 kl. 20:38
Félagi Jón Steinar. Trú þú á Drottin Jesú og þú munt hólpinn verða og heimili þitt. /End of discussion.
Theódór Norðkvist, 9.4.2017 kl. 23:03
Ég var komin í langlokuna um ritningarnar hér í dag sem ég minnist að verða ævinlega hatrammar. Eitthvað fór það fyrir brjóst mér skrifin um mannát og þórðargleðin í mönnunum sem ég hef deilt við í pólitík. Þótt ég sé illa að mér í Gamlatestamentinu,er mér svo minnisstæð söng og dansbönnin sem Jón Steinar nefnir; eins var okkur bannað að spila á spil á Aðfangadag.Ég heyrði gesti fermingarveislu sem ég var í dag hæla séra Davíð þór fyrir nýungar við fermingarathöfnina.Þannig hafa guðsþjónustur breyst í tímanna rás og oft hafa óvígðir haldið stólræður. Við það breytist ekkert í trúnni á Jésús Krist,sem minnti lærisveinana á hve við erum veik í trúnni. Það er ekki seinna vænna hjá mér ef ég ætla að njóta dýrðar hans,en á langri ævi sveiflast hún til,en sterkust er hún þegar maður hefur fengið bænasvar.
Helga Kristjánsdóttir, 9.4.2017 kl. 23:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.