Sunnudagur, 2. apríl 2017
Endalok evrunnar - spurning um tíma
Á meðan fjármálaráðherra Íslands óskar eftir evru í stað krónu ræða Þjóðverjar endalok evrunnar. Tilefnið er ný skýrsla Bank of America.
Die Welt birtir línurit um gengisfellingar og gengishækkanir í kjölfar endaloka evrunnar. Nýtt þýskt mark yrði 15 prósent hærra en evran er í dag og nýir gjaldmiðlar Spánar og Grikklands 7,5 prósent lægri. Í reynd yrðu sveiflurnar meiri þar sem trúverðugleiki gjaldmiðlanna yrði ólíkur.
Ástæðan fyrir aukinni umræðu um endalok evrunnar að þessu sinni er ósjálfbær skuldastaða evruríkja í Suður-Evrópu.
Evrópski seðlabankinn rekur núllvaxtastefnu síðustu ár til að halda hjólum atvinnulífsins gangandi. Fyrr heldur en síðar verður að hækka vexti vegna verðbólgu. Fyrirsjáanleg afleiðing er að Suður-Evrópuríki standi ekki undir skuldum sínum.
Stendur ekki til að festa gengið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.