Benedikt er fangi eigin fávisku

Garðabær gæti gefið út eigin gjaldmiðil og haldið honum stöðugum að tveim forsendum gefnum: í fyrsta lagi að rekstur bæjarsjóðs væri í jafnvægi og í öðru lagi að vöxtur garðbæska hagkerfisins væri eðlilegur. Þriðja atriðið sem gæti leitt til óstöðugleika er að fjármálastjóri bæjarins gæfi út yfirlýsingu um að gjaldmiðillinn væri ekki á vetur setjandi.

Í hagfræðibókmenntum er ekki til nein hámarksstærð gjaldmiðlasvæðis og heldur ekki nein lágmarksstærð. Fjölskylda gæti þess vegna gefið út gjaldmiðil.

Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar og fjármálaráðherra tileinkaði sér valkvæða heimsku um gjaldmiðla þegar hann ruddi sér braut í stjórnmálum. Heimska Benedikts kemst fyrir í tveim orðum: ónýt króna.

En var norska krónan ónýt þegar hún féll um 24 prósent árið 2014 gagnvart dollara? Var breska pundið ónýtt þegar það féll í fyrra um 17 prósent gagnvart dollara?

Nei, hvorki er norska krónan ónýt né breska pundið. Ástæður hreyfinga gjaldmiðla eru m.a. breytingar á verði mikilvægra framleiðsluþátta, olía í tilfelli Noregs, og pólitískrar óvissu, Brexit sem leiddi til lækkunar pundsins.

Á Íslandi leiðir ofurvöxtur eins framleiðsluþáttar, ferðaþjónustu, til þess að krónan ofrís. ,,Sterkasta og stöðugasta króna heims," segir greiningardeild Arion-banka. Sterkari króna gerir útflutningsgreinum erfitt um vik. Það er pólitískt verkefni að vinna úr þessari stöðu. Hvorki norskir né breskir stjórnmálamenn gáfust upp á sínum gjaldmiðli þegar á bjátaði.

Ef Benedikt væri fjármálastjóri fyrirtækis sem gæfi út skuldabréf og segði að hann efaðist um að skuldbréfin væru nokkurs virði þá yrði fjármálastjórinn einfaldlega rekinn - hann væri ekki starfi sínu vaxinn.

Fjármálaráðherra er eins og flokkurinn sem hann stendur fyrir: rusl með sex prósent fylgi.

Dómgreindarruslið í fjármálaráðuneytinu boðar tvær lausnir í viðtali við Financial Times: tengja krónuna við breska pundið eða evruna. Hvers vegna ekki dollar eða japanskt jen eða kínverskt yuan?

Krónan er ekki ónýt frekar en aðrir gjaldmiðlar. En við sitjum uppi með ónýtan fjármálaráðherra. Og verðum að breyta þeirri stöðu áður en frekari skaði hlýst af.

 

 


mbl.is Óbreytt ástand „óforsvaranlegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Tek heilshugar undir með þér Páll. Það er starfandi nefnd á vegum ríkisstjórnarinnar, sem er falið að koma með tillögur að framtíðarskipan, til að reyna að minnka sem mest sveiflur í gjaldeyrismálum og gengi krónunnar. Nefndin hefur til loka árs að skila af sér. Benni getur hinsvegar ekki beðið, frekar en Þorgerður Katrín, með rakka hér allt niður í svaðið, með það eitt að markmiði að moka okkur, með góðu eða illu, inn í ESB viðbjóðinn. 

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 2.4.2017 kl. 10:12

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er fjármálaflónið hann Benni sem er krónunni hættulegur og því ekki á vetur setjandi.  

Hrólfur Þ Hraundal, 2.4.2017 kl. 14:04

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Einmitt Hrólfur,við förum ekki í veturinn með þessa stjórn.Sýnist að fyrst núna munum við sameinast undir einum hatti engin getur stöðvað okkur.

Helga Kristjánsdóttir, 2.4.2017 kl. 22:56

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það sér hvert meðalgreint mannsbarn hversu ónýt krónan er sem gjaldmiðill, er að valda endalausum vandræðum og enginn tekur mark á henni í alþjóðaviðskiptum. Enn fleiri sjá að þessi ríkisstjórn er handónýt og hver höndin upp á móti annarri þar á bæ.

Gott að eiga svona pislahöfunda sem sýna landsmönnum bullið.

Jón Ingi Cæsarsson, 3.4.2017 kl. 07:11

5 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Thad er alveg merkilegt hvernig vinstra-samfó lidid getur ekki skilid

thad hvad vid eigum krónunni ad thakka ad hafa komsit svona vel

út úr hruninu. Skiptir engvu máli thó allar stadreyndir séu settar

á bord, Grikkland, Írland, Spánn s.d. thá virdist thetta lid sem trúir á

ESB drauminn, hvorki sjá né vilja heyra af thví hversu daudadaemd theirra

rok eru.

Jón Ingi býr greinilega einhvers stadar annars stadar en á Íslandi.

Sjá thetta vonlausa lid,

sem telur krónuna vera vandi.

Thad er ekki hún, heldur thid

sem aettud ad koma yklkur úr landi.

Sigurður Kristján Hjaltested, 3.4.2017 kl. 07:29

6 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Gaman að sjá að Jón Ingi bregst okkur ekki frekar en oftast að sjá ekki sannleikann fyrir vinstri glýjunni, eða dómgreindarleysinu, og veður fram venju fremur þar sem ekki stendur steinn yfir steini. Sannleikurinn er ekki nýttur þrátt fyrir góða pistla og greiningar þar um hjá síðuhöfundi og góðum „innleggjurum“

Gott að fastarnir klikka ekki.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 5.4.2017 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband